Íslendingar senda samúðarkveðjur til rússnesku þjóðarinnar

Íslendingar senda samúðarkveðjur til rússnesku þjóðarinnar

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til rússneska sendiráðsins á Íslandi í kjölfar hryðju­verka­árás­ar­ sem framin var í Rússlandi á föstudag. Ivan Glinkin talsmaður sendiráðsins segir ómetanlegt að finna fyrir stuðningi meðal íslensku þjóðarinnar. 

Íslendingar senda samúðarkveðjur til rússnesku þjóðarinnar

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 25. mars 2024

Fólk hefur lagt blóm og kerti fyrir utan sendiráð Rússlands …
Fólk hefur lagt blóm og kerti fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi. Ljósmynd/Sendiráð Rússlands á Íslandi

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til rússneska sendiráðsins á Íslandi í kjölfar hryðju­verka­árás­ar­ sem framin var í Rússlandi á föstudag. Ivan Glinkin talsmaður sendiráðsins segir ómetanlegt að finna fyrir stuðningi meðal íslensku þjóðarinnar. 

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til rússneska sendiráðsins á Íslandi í kjölfar hryðju­verka­árás­ar­ sem framin var í Rússlandi á föstudag. Ivan Glinkin talsmaður sendiráðsins segir ómetanlegt að finna fyrir stuðningi meðal íslensku þjóðarinnar. 

Að minnsta kosti 137 voru drepnir, þar af þrjú börn, í hryðjuverkaárás á tón­leika­húsið Crocus City, skammt frá rúss­nesku höfuðborg­inni Moskvu. 11 hafa verið hand­tekn­ir vegna máls­ins.

Tugir senda kveðjur í gegnum rafræna bók

Sendiráðið opnaði á laugardag ra­f­ræna bók ætlaða samúðarkveðjum. Glinkin segir að nú þegar hafi borist tugir bréfa en rafræna bókin er opin út daginn í dag. Einnig hafa margir sent kveðjur til rússnesku þjóðarinnar á facebook síðu sendiráðsins. 

Þá var búið að leggja blóm við ræðismannsskrifstofu sendiráðsins á Túngötu 24 og fyrir framan sendiráðið sjálft í Garðastræti 33. 

Munu svara öllum kveðjum

Kveðjurnar hafa komið frá íslenskum ríkisborgurum, rússneskum ríkisborgurum staðsettum á Íslandi og fólki annars staðar frá sem býr hér á landi segir hann. Hópur frá Serbíu og fleiri löndum kom í sendiráðið og ræddu við starfsmenn. Þau lýstu hlýjum stuðningsorðum sínum og komu með blóm og kerti segir Glinkin.

„Þetta er harmleikur og fólk hér á Íslandi vottar rússnesku þjóðinni samúð sína og styður fjölskyldur fórnarlambanna.“

Í dag verður haldið áfram að safna samúðarkveðjum og gerir Glinkin ráð fyrir því að á morgun verði farið í að svara öllum. Bækur ætlaðar samúðarkveðjum hafa áður verið notaðar en ekki í rafrænu formi. Þegar Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, lést var samúðarbók frá Íslandi send út til Moskvu og geymd í skjalasafni þar.

Hann býst við að svipað verði gert nú. 

mbl.is