Skjálftahrina í Öskju

Askja | 25. mars 2024

Skjálftahrina í Öskju

Skjálftahrinu hefur orðið vart í Öskju í morgun. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,5 að stærð og reið yfir kl. 10.40.

Skjálftahrina í Öskju

Askja | 25. mars 2024

Kortið sýnir upptök skjálftans að stærðinni 3,5.
Kortið sýnir upptök skjálftans að stærðinni 3,5. Kort/map.is

Skjálftahrinu hefur orðið vart í Öskju í morgun. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,5 að stærð og reið yfir kl. 10.40.

Skjálftahrinu hefur orðið vart í Öskju í morgun. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,5 að stærð og reið yfir kl. 10.40.

Átti hann upptök sín í Dyngjufjöllum í norðvesturhluta Öskju.

Þangað má einnig rekja flesta þá skjálfta sem mælst hafa í eldstöðinni í dag, frá því hrinan hófst um klukkan 8 í morgun.

Morgunblaðið greindi frá því í september að svo virtist sem hæg breyting hefði orðið á því landrisi sem áður mæld­ist stöðugt í Öskju. Þetta mátti ráða af mæl­ing­um tveggja GPS-stöðva Veður­stof­unn­ar ofan á eld­stöðinni.

Öskjuvatn í vetrarríki hálendisins.
Öskjuvatn í vetrarríki hálendisins. mbl.is/Árni Sæberg

Klóruðu sér í hausnum

„Það hef­ur ró­lega dregið úr ris­inu á þess­um tveim­ur stöðvum. Þær eru komn­ar nokkuð ná­lægt því að nema staðar, en ekki samt al­veg – þær eru enn á upp­leið,“ sagði Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar í jarðskorpu­hreyf­ing­um, þá í sam­tali við blaðið.

„En svo er önn­ur stöð, sem er í miðjunni á þessu öllu sam­an – við Ólafs­gíga, og hún sýn­ir ekki neina breyt­ingu. Sömu­leiðis sést eng­in skýr breyt­ing á stöðinni í Jóns­skarði, sem er líka inni í öskj­unni. Að minnsta kosti ekki enn,“ sagði Bene­dikt.

Sagði hann erfitt að túlka þess­ar mæl­ing­ar svo vel væri. Skrýtið væri að svo ná­læg­ar stöðvar sýndu jafn ólík merki.

„Við klór­um okk­ur aðeins í hausn­um yfir þessu. Af hverju breyt­ing­in sést bara á tveim­ur stöðvum en ekki öll­um. Það mun taka svo­lít­inn tíma að sjá hvað þetta þýðir og hvað það er í raun sem á sér stað þarna.“

mbl.is