„Ég ætla bara að skokka á vegg“

Íslendingar hita upp | 26. mars 2024

„Ég ætla bara að skokka á vegg“

„Ég ætla bara að skokka á vegg,“ sagði Jóhann D. Bianco, trommari í stuðningsmannasveit Tólfunnar, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

„Ég ætla bara að skokka á vegg“

Íslendingar hita upp | 26. mars 2024

„Ég ætla bara að skokka á vegg,“ sagði Jóhann D. Bianco, trommari í stuðningsmannasveit Tólfunnar, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

„Ég ætla bara að skokka á vegg,“ sagði Jóhann D. Bianco, trommari í stuðningsmannasveit Tólfunnar, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

Jóhann verður í aðalhlutverki hjá Tólfunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi klukkan 19.45 að íslenskum tíma.

Erfiðara með árunum

Jóhann greindi frá því á samfélagsmiðlinum Facebook að hann gæti lagt trommukjuðann á hilluna á næstunni en vonast til þess að íslenska liðið tryggi sér sæti á þriðja stórmótinu.

„Þetta verður erfiðara með árunum,“ sagði Jóhann

„Núna er maður kominn hingað og mig langar að þjóðin upplifi það að fara á stórmót aftur,“ sagði Jóhann meðal annars en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir ofan.

mbl.is