Ferðuðust án takmarkana til Rússlands

Ferðuðust án takmarkana til Rússlands

Tyrkneskur embættismaður segir að tveir þeirra sem eru grunaðir um árásina í tónleikahúsi í Moskvu hafi ferðast án nokkurra takmarkana til Rússlands vegna þess að engin handtökuskipun hafi verið gefin út vegna þeirra.

Ferðuðust án takmarkana til Rússlands

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 26. mars 2024

Maður sem er grunaður um að hafa tekið þátt í …
Maður sem er grunaður um að hafa tekið þátt í árásinni. AFP/Olga Maltseva

Tyrkneskur embættismaður segir að tveir þeirra sem eru grunaðir um árásina í tónleikahúsi í Moskvu hafi ferðast án nokkurra takmarkana til Rússlands vegna þess að engin handtökuskipun hafi verið gefin út vegna þeirra.

Tyrkneskur embættismaður segir að tveir þeirra sem eru grunaðir um árásina í tónleikahúsi í Moskvu hafi ferðast án nokkurra takmarkana til Rússlands vegna þess að engin handtökuskipun hafi verið gefin út vegna þeirra.

Þeir Rachabalizoda Saidakrami og Shamsidin Fariduni frá Tadsíkistan „gátu farið frjálst og óhindrað á milli Rússlands og Tyrklands vegna þess að engin handtökuskipun hafði verið gefin út vegna þeirra,” sagði embættismaður í öryggismálum við AFP-fréttastofuna.

Pútin Rússlandsforseti.
Pútin Rússlandsforseti. AFP/Mikhail Metzel

Að minnsta kosti 139 manns voru drepnir í árásinni. Í kjölfarið voru ellefu manns handteknir.

Fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. maí. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að róttækir íslamistar hefðu framið verknaðinn.

mbl.is