Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Uppskriftir | 26. mars 2024

Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Nú styttist óðum í páskahátíðina og margir hverjir eru í óðaönn að undirbúa og ákveða hvað á að vera í matinn á páskadag. Á mörgum heimilum er páskalambið í forgrunni og hver og einn velur þann hluta lambsins sem honum þykir bestur og matreiðir með sínu nefi.

Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Uppskriftir | 26. mars 2024

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir ætlar að njóta þess að borða …
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir ætlar að njóta þess að borða góðan mat um páskana og deilir hér með lesendum uppskriftinni að páskamáltíðinni, lambafillet með guðdómlegu meðlæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú stytt­ist óðum í páska­hátíðina og marg­ir hverj­ir eru í óðaönn að und­ir­búa og ákveða hvað á að vera í mat­inn á páska­dag. Á mörg­um heim­il­um er páskalambið í for­grunni og hver og einn vel­ur þann hluta lambs­ins sem hon­um þykir best­ur og mat­reiðir með sínu nefi.

Nú stytt­ist óðum í páska­hátíðina og marg­ir hverj­ir eru í óðaönn að und­ir­búa og ákveða hvað á að vera í mat­inn á páska­dag. Á mörg­um heim­il­um er páskalambið í for­grunni og hver og einn vel­ur þann hluta lambs­ins sem hon­um þykir best­ur og mat­reiðir með sínu nefi.

Erla Þóra Berg­mann Pálma­dótt­ir landsliðskokk­ur og nautna­segg­ur elsk­ar að njóta góðs mat­ar í góðum fé­lags­skap um pásk­ana. Hún deil­ir hér með les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­ina að sínu páskalambi, lambaf­ill­et og meðlæti, sem hún ætl­ar að bjóða upp á um pásk­ana.

Borða góðan mat og páska­egg um pásk­ana

Aðspurð seg­ir hún að lambið sé langoft­ast í mat­inn um pásk­ana og fjöl­skyld­an haldi í ákveðnar hefðir um hátíðirn­ar. „Það hef­ur verið hefðin í mörg ár að við fjöl­skyld­an hitt­umst á páska­dag og borðum sam­an og fáum okk­ur páska­egg í eft­ir­rétt,“ seg­ir Erla og bæt­ir við að þannig verði það í ár. Erla seg­ist ekki hafa mikið fyr­ir því að skreyta um pásk­ana en hún kaupi ávallt blóm sem eiga vel við á pásk­un­um. „Við fjöl­skyld­an kaup­um yf­ir­leitt páska­egg frá Nóa Síríus en ann­ars er svo margt í boði sem er gam­an að smakka og við leyf­um okk­ur það,“ seg­ir Erla og bæt­ir við að henn­ar helsta minn­ing frá pásk­un­um sé í raun bara að borða góðan mat og páska­egg með fjöl­skyld­unni. „Það er ná­kvæm­lega sem pásk­arn­ir snú­ast um, njóta sæl­kera mat­ar, páska­eggja og slaka á með sínu besta fólki,“ seg­ir Erla.

Upp­skrift­in sem Erla deil­ir hér með les­end­um er að lambaf­ill­et með kremaðri sinn­epssósu ásamt fyllt­um kast­an­íu­svepp­um og bökuðum blaðlauk. Sann­kölluð sæl­kera páska­máltíð þar sem páskalambið spil­ar aðal­hlut­verkið ásamt þess­ari guðdóm­legu kremuðu sinn­epssósu.

Unaðsleg páskamáltíð lambafillet með kremaðri sinnepssósu, fylltum kastaníusveppum og bökuðum …
Unaðsleg páska­máltíð lambaf­ill­et með kremaðri sinn­epssósu, fyllt­um kast­an­íu­svepp­um og bökuðum blaðlauk. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lambaf­ill­et með kremaðri sinn­epsósu og meðlæti

Lambaf­ill­et

Fyr­ir 3-4

  • 700-1000 g lambaf­ill­et
  • Krydd­blanda fyr­ir lamb frá Ma­brúka eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • Olía til steik­ing­ar
  • Smjör til steik­ing­ar
  • 2-3 grein­ar garðablóðberg
  • 2-3 hvít­lauks­geir­ar

Aðferð:

  1. Snyrtið lambið og skerið rennd­ur í fit­una.
  2. Veltið kjöt­inu upp úr olíu og kryddið með blöndu fyr­ir lambið frá Ma­brúka og saltið.
  3. Steikið kjötið í 3-4 mín­út­ur á hvorri hlið og bætið við klípu af smjöri, garðablóðbergi og hvít­lauks­geir­um.
  4. Klárið að elda kjötið inn í ofni við 180°C hita þar til kjarn­hiti nær 56°C.
  5. Berið lambið fram með kremaðri sinn­epssósu ásamt fyllt­um kast­an­íu­svepp­um og bökuðum blaðlauk. Sjá upp­skrift­ir fyr­ir neðan.

Kremuð sinn­ep sósa

  • 1 shallot lauk­ur
  • 1-2 gul­ræt­ur
  • 4-5 svepp­ir
  • 2-3 hvít­lauks­geir­ar
  • 100 ml rauðvín
  • 1 l soð
  • 250 ml rjómi
  • 3-4 msk. gróft sinn­ep
  • 1-2 tsk. hun­ang eða önn­ur sæta
  • Smakkað til með salti og sítr­ónu
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið græn­metið gróft niður og létt­brúnið það í potti.
  2. Bætið rauðvín­inu við og sjóðið það niður um það bil helm­ing.
  3. Bætið næst við soðinu sam­an við og sjóðið á væg­um hita í dágóðan tíma.
  4. Sigtið þá soðið í ann­an pott.
  5. Bætið síðan við rjóm­an­um, sinn­ep­inu og hun­ang­inu og sjóðið í nokkr­ar mín­út­ur og slökkvið und­ir.
  6. Skerið smjörið í kubba og bætið því smátt og smátt ú tí sós­una og hrærið vel í á meðan til þess að þykkja sós­una.

Kast­an­íu­svepp­ir fyllt­ir með feyk­ir

  • 1 p kast­an­íu­svepp­ir
  • Olía eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • Feyk­ir eft­ir smekk 

Aðferð:

  1. Takið stilk­inn af svepp­un­um og veltið þeim upp úr olíu og salti.
  2. Bakið við 180°C hita í um það bil 5 mín­út­ur.
  3. Takið svepp­ina út og fyllið þá með ost­in­um Feyki osti og bakið áfram í um það bil 10 mín­út­ur.

Ofn­bakaður blaðlauk­ur

  • 2-3 blaðlauk­ar
  • Olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið græni part­inn af blaðlaukn­um ásamt ysta lag­inu.
  2. Veltið blaðlaukn­um upp úr olíu og saltið og pakkið inn í álp­app­ír.
  3. Bakið inn í ofni við 180°C hita í 45-50 mín­út­ur.
mbl.is