Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Uppskriftir | 26. mars 2024

Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Nú styttist óðum í páskahátíðina og margir hverjir eru í óðaönn að undirbúa og ákveða hvað á að vera í matinn á páskadag. Á mörgum heimilum er páskalambið í forgrunni og hver og einn velur þann hluta lambsins sem honum þykir bestur og matreiðir með sínu nefi.

Guðdómlegt lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu

Uppskriftir | 26. mars 2024

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir ætlar að njóta þess að borða …
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir ætlar að njóta þess að borða góðan mat um páskana og deilir hér með lesendum uppskriftinni að páskamáltíðinni, lambafillet með guðdómlegu meðlæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú styttist óðum í páskahátíðina og margir hverjir eru í óðaönn að undirbúa og ákveða hvað á að vera í matinn á páskadag. Á mörgum heimilum er páskalambið í forgrunni og hver og einn velur þann hluta lambsins sem honum þykir bestur og matreiðir með sínu nefi.

Nú styttist óðum í páskahátíðina og margir hverjir eru í óðaönn að undirbúa og ákveða hvað á að vera í matinn á páskadag. Á mörgum heimilum er páskalambið í forgrunni og hver og einn velur þann hluta lambsins sem honum þykir bestur og matreiðir með sínu nefi.

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir landsliðskokkur og nautnaseggur elskar að njóta góðs matar í góðum félagsskap um páskana. Hún deilir hér með lesendum matarvefsins uppskriftina að sínu páskalambi, lambafillet og meðlæti, sem hún ætlar að bjóða upp á um páskana.

Borða góðan mat og páskaegg um páskana

Aðspurð segir hún að lambið sé langoftast í matinn um páskana og fjölskyldan haldi í ákveðnar hefðir um hátíðirnar. „Það hefur verið hefðin í mörg ár að við fjölskyldan hittumst á páskadag og borðum saman og fáum okkur páskaegg í eftirrétt,“ segir Erla og bætir við að þannig verði það í ár. Erla segist ekki hafa mikið fyrir því að skreyta um páskana en hún kaupi ávallt blóm sem eiga vel við á páskunum. „Við fjölskyldan kaupum yfirleitt páskaegg frá Nóa Síríus en annars er svo margt í boði sem er gaman að smakka og við leyfum okkur það,“ segir Erla og bætir við að hennar helsta minning frá páskunum sé í raun bara að borða góðan mat og páskaegg með fjölskyldunni. „Það er nákvæmlega sem páskarnir snúast um, njóta sælkera matar, páskaeggja og slaka á með sínu besta fólki,“ segir Erla.

Uppskriftin sem Erla deilir hér með lesendum er að lambafillet með kremaðri sinnepssósu ásamt fylltum kastaníusveppum og bökuðum blaðlauk. Sannkölluð sælkera páskamáltíð þar sem páskalambið spilar aðalhlutverkið ásamt þessari guðdómlegu kremuðu sinnepssósu.

Unaðsleg páskamáltíð lambafillet með kremaðri sinnepssósu, fylltum kastaníusveppum og bökuðum …
Unaðsleg páskamáltíð lambafillet með kremaðri sinnepssósu, fylltum kastaníusveppum og bökuðum blaðlauk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lambafillet með kremaðri sinnepsósu og meðlæti

Lambafillet

Fyrir 3-4

  • 700-1000 g lambafillet
  • Kryddblanda fyrir lamb frá Mabrúka eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • Olía til steikingar
  • Smjör til steikingar
  • 2-3 greinar garðablóðberg
  • 2-3 hvítlauksgeirar

Aðferð:

  1. Snyrtið lambið og skerið renndur í fituna.
  2. Veltið kjötinu upp úr olíu og kryddið með blöndu fyrir lambið frá Mabrúka og saltið.
  3. Steikið kjötið í 3-4 mínútur á hvorri hlið og bætið við klípu af smjöri, garðablóðbergi og hvítlauksgeirum.
  4. Klárið að elda kjötið inn í ofni við 180°C hita þar til kjarnhiti nær 56°C.
  5. Berið lambið fram með kremaðri sinnepssósu ásamt fylltum kastaníusveppum og bökuðum blaðlauk. Sjá uppskriftir fyrir neðan.

Kremuð sinnep sósa

  • 1 shallot laukur
  • 1-2 gulrætur
  • 4-5 sveppir
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 100 ml rauðvín
  • 1 l soð
  • 250 ml rjómi
  • 3-4 msk. gróft sinnep
  • 1-2 tsk. hunang eða önnur sæta
  • Smakkað til með salti og sítrónu
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið grænmetið gróft niður og léttbrúnið það í potti.
  2. Bætið rauðvíninu við og sjóðið það niður um það bil helming.
  3. Bætið næst við soðinu saman við og sjóðið á vægum hita í dágóðan tíma.
  4. Sigtið þá soðið í annan pott.
  5. Bætið síðan við rjómanum, sinnepinu og hunanginu og sjóðið í nokkrar mínútur og slökkvið undir.
  6. Skerið smjörið í kubba og bætið því smátt og smátt ú tí sósuna og hrærið vel í á meðan til þess að þykkja sósuna.

Kastaníusveppir fylltir með feykir

  • 1 p kastaníusveppir
  • Olía eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • Feykir eftir smekk 

Aðferð:

  1. Takið stilkinn af sveppunum og veltið þeim upp úr olíu og salti.
  2. Bakið við 180°C hita í um það bil 5 mínútur.
  3. Takið sveppina út og fyllið þá með ostinum Feyki osti og bakið áfram í um það bil 10 mínútur.

Ofnbakaður blaðlaukur

  • 2-3 blaðlaukar
  • Olía eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið græni partinn af blaðlauknum ásamt ysta laginu.
  2. Veltið blaðlauknum upp úr olíu og saltið og pakkið inn í álpappír.
  3. Bakið inn í ofni við 180°C hita í 45-50 mínútur.
mbl.is