225 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru nú á leið til Wroclaw í Póllandi með Icelandair, stuðningsaðila KSÍ.
225 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru nú á leið til Wroclaw í Póllandi með Icelandair, stuðningsaðila KSÍ.
225 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru nú á leið til Wroclaw í Póllandi með Icelandair, stuðningsaðila KSÍ.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Úkraínu í úrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
Gera má ráð fyrir því að um 500 Íslendingar verði á leiknum í kvöld, sem fram fer á Tarczynski-leikvanginum í Wroclaw, en hann tekur um 45.000 manns í sæti.
Flugvél Icelandair, sem flaug með stuðningsmenn Íslands til Póllands, var klædd í fánalitum íslenska liðsins líkt og farþegar vélarinnar sem voru mættir eldsnemma í Leifsstöð til þess að hita upp fyrir stórleikinn í kvöld.