Mikil bjartsýni á meðal Íslendinganna

Íslendingar hita upp | 26. mars 2024

Mikil bjartsýni á meðal Íslendinganna

„Andinn er rosalega góður,“ sagði Borghildur Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður KSÍ, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

Mikil bjartsýni á meðal Íslendinganna

Íslendingar hita upp | 26. mars 2024

„Andinn er rosalega góður,“ sagði Borghildur Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður KSÍ, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

„Andinn er rosalega góður,“ sagði Borghildur Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður KSÍ, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

Borghildur verður í stúkunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Rólegra núna en oft áður

Hún sat lengi í stjórn KSÍ og hefur farið í ófáar landsliðsferðirnar til þess að fylgja eftir landsliðum Íslands í öllum aldursflokkum.

„Þetta er rólegra núna en í mörgum ferðum sem ég hef farið í,“ sagði Borghildur.

„Stemningin er hins vegar virkilega góð og það ríkir mikil bjartsýni á meðal Íslendinganna,“ sagði Borghildur meðal annars en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér fyrir ofan.

Borghildur Sigurðardóttir.
Borghildur Sigurðardóttir. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is