Nóttin: Bjarni Ben skoðaði sportbíl og Bubbi skoðaði steikur

Hverjir voru hvar | 26. mars 2024

Nóttin: Bjarni Ben skoðaði sportbíl og Bubbi skoðaði steikur

Nóttin vaknaði upp með andfælum á miðvikudagsmorgun eftir þvílíka martröð. Hana dreymdi að hún væri komin með breytingaskeiðsklippingu, í beige-litaða pilsdragt og mætt í beina útsendingu í sjónvarp. Hún var komin í forsetaframboð.

Nóttin: Bjarni Ben skoðaði sportbíl og Bubbi skoðaði steikur

Hverjir voru hvar | 26. mars 2024

Bjarni Benediktsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Björn, Sveinn Andri …
Bjarni Benediktsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Björn, Sveinn Andri og Bubbi urðu á vegi Nóttarinnar! Samsett mynd

Nóttin vaknaði upp með andfælum á miðvikudagsmorgun eftir þvílíka martröð. Hana dreymdi að hún væri komin með breytingaskeiðsklippingu, í beige-litaða pilsdragt og mætt í beina útsendingu í sjónvarp. Hún var komin í forsetaframboð.

Nóttin vaknaði upp með andfælum á miðvikudagsmorgun eftir þvílíka martröð. Hana dreymdi að hún væri komin með breytingaskeiðsklippingu, í beige-litaða pilsdragt og mætt í beina útsendingu í sjónvarp. Hún var komin í forsetaframboð.

Í martröðinni höfðu Baldur og Felix dregið framboð sitt til baka vegna skandals og líka Halla Tómasdóttir. Nóttin var því mættust í settið með Ásdísi RánÁsþóri Magnússyni og Guðna Th. Jóhannessyni sem hætti við að hætta eftir að hann komst að því að Nóttin vildi á B-staði.

Nóttin vaknaði í svitakófi, fegin að hún var ekki framboði en líka smá fegin að Guðni, besti sinn, væri kominn aftur! 

Atli Fannar Bjarkason lét útrásarvíking flengja sig.
Atli Fannar Bjarkason lét útrásarvíking flengja sig. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meðan Nóttin var að vakna almennilega opnaði hún elliblokkina í símanum sínum og sá að einhver var að hrauna yfir Atla Fannar og hlaðvarpsþáttinn Sorrí. Hún ákvað að hlusta á  afdankaðan blaðamann láta Jón Ásgeir Jóhannesson flengja sig í útvarpsstúdíói. Vá hvað það var óþægilegt. Eyrnaverkur á lokastigi. Gat þessi dagur versnað meira? Nóttin var ekki viss. 

Nóttin var búin að snargleyma martröðinni og Atla Fannari þegar hún labbaði inn í nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. Bankaráð Landsbankans hafði ætlað að funda þennan dag en vegna tryggingarklúðurs var fundinum frestað um mánuð og einhver gleymdi að afpanta löðrandi veitingarnar.

Þessar gullætur standa undir nafni! Nóttin þarf að komast í bankaráð Landsbankans, ekki vegna launanna eða ábyrgðar sem starfinu fylgir (sem virðist reyndar vera engin), heldur vegna þessa löðrandi góðgætis. Ætli ársskammtur af Ozempic fylgi bankaráðssetunni? 

mbl.is/sisi

Fendi-klútahátíð í Garðabæ! 

Nóttin er svo óskaplega fegin að Sjáland sé opnað aftur og henni leið næstum því eins og bankaráðsmanni í Landsbankanum þegar hún gekk inn og hitti Fendi-klúta-systur sínar. Á sýningu Heklu á nýjum Audi GT kom í ljós að Garðabæjarelítan er snarhætt að láta sjá sig með Louis Vuitton-klúta.

Ofurkonujakkinn virtist líka vera á útleið. Það var hins vegar ekki þverfótað fyrir fólki sem vill vera jafnvel akandi og Árni Oddur Þórðarson, Haraldur Þórðarson í Fossum og Inga Lind Karlsdóttir en þau keyra öll um á Audi GT. Bjarni Benediktsson lét sig ekki vanta og var áhugasamur um þetta tryllitæki sem knúið er áfram með 100% rafmagni – líkt og ráðherrabíllinn. 

Jón Diðrik Jónsson, Björn Víglundsson, Magnea Björg Jónsdóttir LXS-skvís og Arnar Gauti klöppuðu gripnum. Þar var líka Valdimar Kristófersson ritstjóri Garðapóstsins og Guðjón Þór Þorsteinsson byggingarverktaki og Audi-aðdáandi. 

Bjarni Benediktsson skoðaði nýjan Audi GT.
Bjarni Benediktsson skoðaði nýjan Audi GT. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin kíkti á Irishman Pub á Klapparstíg. Þar var Kamilla Einarsdóttir rithöfundur, Davíð Þorláksson borgarlínuelskandi, Arnór Pálmason leikstjóri og Pétur Krogh Ólafsson.

Næst lá leiðin yfir á Spánska barinn en þar var Krummi í Mínus og kærustuparið Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir. 

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir.

Nóttin vaknaði svöng á laugardaginn og fór yfir á Jómfrúna. Þar var Kolbrún Bergþórsdóttir, einn besti bókagagnrýnandi landsins.

Á staðnum var líka bókaútgefandinn Guðrún Vilmundardóttir, Runólfur Ágústsson og Áslaug Guðrúnardóttir að gera vel við sig. 

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir.
Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Nóttin var södd og sæl þegar hún mundi að hana vantaði nýjan klósettbursta og keyrði í IKEA. Þar var Björn Zoëga læknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans og Karólínska-sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi í Svíþjóð. Nóttin kunni ekki við að kíkja í innkaupakörfuna hjá honum. 

Seinna sama dag rakst Nóttin á Svein Andra Sveinsson lögmann. Hann var einn á ferð í bílakjallaranum á Hafnartorgi. Nóttin kunni ekki við að elta hann. Kannski var hann bara að fara í 66°Norður að kaupa sér úlpu yfir jakkafötin eða hörbuxur fyrir næstu Teneferð í H&M. 

Kolbrún Bergþórsdóttir.
Kolbrún Bergþórsdóttir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Nóttin slysaðist inn í Fjörð í Hafnarfjörð í leit að hraðbanka. Hún var á leið í fermingarveislu og það þýðir víst lítið að gefa fermingarbörnum krúttlegar kisustyttur. Þau vilja bara beinharða peninga.

Þar rakst hún á lögmanninn Guðmund St. Ragnarsson sem var að lauma kökusneið. 

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir fermingarveisluna fór Nóttin á rúntinn með vinkonu sinni. Hún vildi ólm fara í Krónuna í Mosó því þar eru víst svo gott úrval af steikum.

Og viti menn. Þegar þær komu í búðina blasti ýmislegt áhugavert við. Sjálfur Bubbi Morthens, rokkkóngur Íslands, var í sömu erindagjörðum og Nóttin. Að skoða steikur! Hversu mikil tilviljun getur það verið?

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bubbi Morthens tónlistarmaður.
Bubbi Morthens tónlistarmaður. mbl.is/Eyþór
mbl.is