„Við höfum alltaf stutt strákinn en við erum fyrst og síðast að fara út til þess að styðja Ísland,“ sagði heilbrigðisráðherrann og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Willum Þór Þórsson í samtali við mbl.is í Leifsstöð í Keflavík í morgun.
„Við höfum alltaf stutt strákinn en við erum fyrst og síðast að fara út til þess að styðja Ísland,“ sagði heilbrigðisráðherrann og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Willum Þór Þórsson í samtali við mbl.is í Leifsstöð í Keflavík í morgun.
„Við höfum alltaf stutt strákinn en við erum fyrst og síðast að fara út til þess að styðja Ísland,“ sagði heilbrigðisráðherrann og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Willum Þór Þórsson í samtali við mbl.is í Leifsstöð í Keflavík í morgun.
Willum er á leið til Wroclaw í Póllandi til þess að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gegn Úkraínu í úrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar en leikurinn sem hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
„Þetta er stór leikur og þú vilt vera á staðnum, ég tala nú ekki um ef góðir hlutir gerast,“ sagði Willum en sonur hans, Willum Þór Willumsson, er lykilmaður í íslenska liðinu.
Heilbrigðisráðherrann er bjartsýnn fyrir góðu gengi íslenska liðsins í kvöld.
„Ég er mátulega bjartsýnn. Þetta er hörkulið sem við erum að fara mæta en þetta er einn leikur eins og margir hafa bent á og það getur allt gerst. Mér finnst nálgunin hjá strákunum, þjálfarateyminu og öllum í kringum liðið hafa verið góð fyrir þennan stórleik. Það getur allt gerst í fótbolta.“
Willum er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem hefur þjálfað stórlið á borð við Val og KR en hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari sem þjálfari.
„Ég er allt of mikið með þjálfaragleraugun á mér, þú kemst ekkert út úr því. Maður er alinn upp við íþróttir og búinn að vera viðloðinn þetta lengi. Svo þegar maður er búinn að vera lengi í þjálfun líka þá er maður kannski full mikill greinandi á þessa leiki, frekar en að reyna að njóta þeirra.“
En hvort er skemmtilegra að standa á hliðarlínunni eða vera í heilbrigðisráðuneytinu?
„Þetta er erfið spurning. Það er margt líkt í þessum tveimur störfum og bakgrunnurinn úr íþróttunum nýtist manni vel, í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu. Þetta eru krefjandi starfsvettvangur en heilbrigðismálin eru mjög heillandi málaflokkur,“ sagði Willum í samtali við mbl.is í Leifsstöð.