Fjöldi látinna kominn upp í 143

Fjöldi látinna kominn upp í 143

Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu, höfuðborg Rússlands, er nú kominn upp í 143. Ríki Íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Fjöldi látinna kominn upp í 143

Hryðjuverk í Crocus Сity í Rússlandi | 27. mars 2024

Prestur frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni minnist fórnarlamba árásarinnar. Tala látinnar er …
Prestur frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni minnist fórnarlamba árásarinnar. Tala látinnar er komin upp í 143. AFP/natalia Kolesnikova

Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu, höfuðborg Rússlands, er nú kominn upp í 143. Ríki Íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu, höfuðborg Rússlands, er nú kominn upp í 143. Ríki Íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Hryðjuverkin eru mannskæðasta árás hryðjuverkasamtakanna í Evrópu. 

Áttatíu enn innliggjandi

Áttatíu liggja inni á sjúkrahúsi eftir árásina, þar á meðal sex börn að sögn heilbrigðismálaráðherra Rússlands, Mikhail Murashko,. Hann ræddi við rússnesku fréttastofuna Tass.

Þá sagði ónafngreindur heimildarmaður innan heilbrigðisgeirans við Tass að 205 manns hefðu sótt göngudeildir í kjölfar árásarinnar. 

Staðgengill forsætisráðherra Rússlands Tatíana Golíkova sagði á blaðamannafundi að fjöldi manns hefði enn ekki sótt sér læknisaðstoð sökum áfalls eftir árásina. 

mbl.is