Segir vanhæfi sitt ekki hafa komið til skoðunar

Landsbankinn kaupir TM | 27. mars 2024

Segir vanhæfi sitt ekki hafa komið til skoðunar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að vanhæfisreglur hafi ekki komið til skoðunar af hennar hálfu í sambandi við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM.

Segir vanhæfi sitt ekki hafa komið til skoðunar

Landsbankinn kaupir TM | 27. mars 2024

Þórdís Kolbrún segir að vanhæfisreglur hafi ekki komið til skoðunar …
Þórdís Kolbrún segir að vanhæfisreglur hafi ekki komið til skoðunar af hennar hálfu í málinu. Samsett mynd/Eggert/Hari

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir að van­hæfis­regl­ur hafi ekki komið til skoðunar af henn­ar hálfu í sam­bandi við fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir að van­hæfis­regl­ur hafi ekki komið til skoðunar af henn­ar hálfu í sam­bandi við fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM.

Þá seg­ir hún ótíma­bært að segja til um hvort að hægt sé að koma í veg fyr­ir fyr­ir­huguð kaup.

Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, bróðir Þór­dís­ar, er stjórn­ar­maður í trygg­inga­fyr­ir­tæk­inu VÍS, sem er einn af sam­keppn­isaðilum TM. Þar að auki er Ásgeir for­stjóri SKEL fjár­fest­inga­fé­lags hf., sem er næst­stærsti hlut­haf­inn í VÍS með 8,23% hlut.

Í ljósi þess að bróðir þinn er stjórn­ar­maður í VÍS og stjórn­andi eins stærsta hlut­haf­ans í VÍS – Skel – hef­ur þá komið til skoðunar van­hæfis­regl­ur af þinni hálfu?

„Ég gæti að hæfi mínu sem ráðherra við stjórn­valdsákv­arðanir eins og regl­ur kveða á um, eng­ar slík­ar ákv­arðanir [hafa] verið tekn­ar vegna máls­ins,“ seg­ir Þór­dís í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Ótíma­bært að tjá sig

Kvöldið sem Kvika til­kynnti að bank­inn hefði samþykkti skuld­bind­andi til­boð Lands­bank­ans í TM þá birti Þór­dís færslu á Face­book þar sem hún sagði að kaup­in yrðu ekki að veru­leika á sinni vakt.

„Þessi viðskipti verða ekki að veru­leika með mínu samþykki, nema sölu­ferli Lands­bank­ans hefj­ist sam­hliða,“ skrifaði Þór­dís á Face­book.

Spurð nú hvort hægt sé að koma í veg fyr­ir kaup Lands­bank­ans á TM seg­ir Þór­dís ekki tíma­bært að tjá sig um það.

„Það er ekki tíma­bært að tjá sig um það. Banka­sýsl­an er með málið hjá sér eft­ir svör og grein­ar­gerð bankaráðs Lands­bank­ans og hef­ur upp­lýst mig um þá vinnu.“

mbl.is