25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.
25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.
25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.
Margrét Þóra, fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Gagnaveitu Reykjavíkur, rifjaði upp fermingu dætra sinna, sem eru nú orðnar fjölskyldukonur. Margrét Þóra er þrettán barna amma og á því eftir að fara í margar skemmtilegar fermingarveislur á komandi árum.
Systurnar voru fyrstu fjórburarnir á landinu þar sem allir lifðu. Margrét Þóra segir fréttirnar hafa verið mikið áfall fyrir hana og alla fjölskylduna.
„Auðvitað var þetta sjokk, að uppgötva að ég gengi með fjórbura,“ útskýrir Margrét Þóra. Hún segir meðgönguna hafa gengið vel. „Ég var hraust og mjög heppin, en það var fylgst vel með mér í gegnum meðgöngutímabilið. Auðólfur læknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn höfðu vökul augu,“ segir hún. Margrét Þóra fæddi fjórar heilbrigðar og fallegar stúlkur.
Margrét Þóra man ágætlega vel eftir fermingardegi dætra sinna, enda hafa ekki margir foreldrar staðið í þeim sporum að ferma fjögur börn í einu. Stúlkurnar fermdust í Viðeyjarkirkju, sem er næstelsta kirkja landsins.
„Þetta var fallegur dagur og veðrið var gott. Það var mjög heppilegt. Viðeyjarkirkja er lítil og tekur þar af leiðandi ekki marga til sætis, en þó nokkrir fermingargestir fylgdust með athöfninni utan kirkjudyranna. Að lokinni athöfn héldu allir í Viðeyjarstofu. Þar var lífleg veisla,“ segir Margrét Þóra.
Hverju klæddust stúlkurnar á fermingardaginn?
„Fermingarár þeirra var ár dragtarinnar. Margar stúlkur völdu að klæðast buxnadragt á fermingardaginn. Dætur mínar voru meðal þeirra. Allar völdu þær sér mismunandi dragtir og í mismunandi litum. Það sama má segja um fermingargreiðsluna. Gerð eftir höfði hverrar og einnar.“
Hvað var jákvætt við að klára þetta svona í einum spretti?
„Upplifunin var mjög jákvæð. Það reyndist okkur þægilegt að klára fjórar fermingar á einu bretti. Auðvitað var þetta stór pakki, bæði fyrir okkur foreldrana sem og fermingargestina, bara það að gefa fjórar fermingargjafir á síma tíma.“
Hvað finnst þér hafa breyst frá því að þú varst fermingarmamma?
„Kröfurnar. Það eru gerðar miklar kröfur þegar kemur að umgjörð, veitingum og gjöfum. Það er ekki á allra færi að standa undir þessu.“
Systurnar verða 36 ára gamlar á árinu og eru bestu vinkonur að sögn Margrétar Þóru. „Þær gengu menntaveginn en fóru ólíkar leiðir eftir útskrift úr menntaskóla. Allar eiga þær maka og börn. Það er gaman að segja frá því að sonur Alexöndru verður bráðlega fermdur, en hann er fæddur árið 2013. Í framhaldi verða árlegar fermingarveislur hjá þeim systrum næstu níu árin.“