22 ár liðin frá fermingu fjórburanna

Ferming | 28. mars 2024

22 ár liðin frá fermingu fjórburanna

25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.

22 ár liðin frá fermingu fjórburanna

Ferming | 28. mars 2024

Fjórburasysturnar á fermingardaginn. Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og …
Fjórburasysturnar á fermingardaginn. Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og Elín Guðjónsdætur. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, fermdi. Ljósmynd/Aðsend

25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.

25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.

Mar­grét Þóra, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri hjá Gagna­veitu Reykja­vík­ur, rifjaði upp ferm­ingu dætra sinna, sem eru nú orðnar fjöl­skyldu­kon­ur. Mar­grét Þóra er þrett­án barna amma og á því eft­ir að fara í marg­ar skemmti­leg­ar ferm­ing­ar­veisl­ur á kom­andi árum.

Margrét Þóra móðir stúlknanna.
Margrét Þóra móðir stúlknanna. Ljósmynd/Aðsend

Lífið breytt­ist 1. nóv­em­ber árið 1988

Syst­urn­ar voru fyrstu fjór­bur­arn­ir á land­inu þar sem all­ir lifðu. Mar­grét Þóra seg­ir frétt­irn­ar hafa verið mikið áfall fyr­ir hana og alla fjöl­skyld­una.

„Auðvitað var þetta sjokk, að upp­götva að ég gengi með fjór­bura,“ út­skýr­ir Mar­grét Þóra. Hún seg­ir meðgöng­una hafa gengið vel. „Ég var hraust og mjög hepp­in, en það var fylgst vel með mér í gegn­um meðgöngu­tíma­bilið. Auðólf­ur lækn­ir og aðrir heil­brigðis­starfs­menn höfðu vök­ul augu,“ seg­ir hún. Mar­grét Þóra fæddi fjór­ar heil­brigðar og fal­leg­ar stúlk­ur.

Systurnar á fjögurra ára afmælisdaginn.
Systurnar á fjögurra ára afmælisdaginn. Ljósmynd/Aðsend

Ekki sæti fyr­ir alla í kirkj­unni

Mar­grét Þóra man ágæt­lega vel eft­ir ferm­ing­ar­degi dætra sinna, enda hafa ekki marg­ir for­eldr­ar staðið í þeim spor­um að ferma fjög­ur börn í einu. Stúlk­urn­ar fermd­ust í Viðeyj­ar­kirkju, sem er næstelsta kirkja lands­ins.

„Þetta var fal­leg­ur dag­ur og veðrið var gott. Það var mjög heppi­legt. Viðeyj­ar­kirkja er lít­il og tek­ur þar af leiðandi ekki marga til sæt­is, en þó nokkr­ir ferm­ing­ar­gest­ir fylgd­ust með at­höfn­inni utan kirkju­dyr­anna. Að lok­inni at­höfn héldu all­ir í Viðeyj­ar­stofu. Þar var líf­leg veisla,“ seg­ir Mar­grét Þóra.

Alexandra ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Fannari Ásgeirssyni og börnum, Elísabetu …
Alexandra ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Fannari Ásgeirssyni og börnum, Elísabetu Margréti, Alexander Orra og Ásgeiri Pétri. Ljósmynd/Aðsend

Hverju klædd­ust stúlk­urn­ar á ferm­ing­ar­dag­inn?

„Ferm­ing­ar­ár þeirra var ár dragt­ar­inn­ar. Marg­ar stúlk­ur völdu að klæðast buxnadragt á ferm­ing­ar­dag­inn. Dæt­ur mín­ar voru meðal þeirra. All­ar völdu þær sér mis­mun­andi dragt­ir og í mis­mun­andi lit­um. Það sama má segja um ferm­ing­ar­greiðsluna. Gerð eft­ir höfði hverr­ar og einn­ar.“

Brynhildur ásamt eiginmanni sínum Jóni Vali Einarssyni og sonum, Erik …
Brynhildur ásamt eiginmanni sínum Jóni Vali Einarssyni og sonum, Erik Þór og Andra Vali. Ljósmynd/Aðsend

Hvað var já­kvætt við að klára þetta svona í ein­um spretti?

„Upp­lif­un­in var mjög já­kvæð. Það reynd­ist okk­ur þægi­legt að klára fjór­ar ferm­ing­ar á einu bretti. Auðvitað var þetta stór pakki, bæði fyr­ir okk­ur for­eldr­ana sem og ferm­ing­ar­gest­ina, bara það að gefa fjór­ar ferm­ing­ar­gjaf­ir á síma tíma.“

Diljá ásamt eiginmanni sínum Helga Guðmundssyni og börnum, Emmu Margréti …
Diljá ásamt eiginmanni sínum Helga Guðmundssyni og börnum, Emmu Margréti og Hrafni Guðmundi. Hjónin eignuðust nýverið sitt þriðja barn, stúlku. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér hafa breyst frá því að þú varst ferm­ing­armamma?

„Kröf­urn­ar. Það eru gerðar mikl­ar kröf­ur þegar kem­ur að um­gjörð, veit­ing­um og gjöf­um. Það er ekki á allra færi að standa und­ir þessu.“

Syst­urn­ar verða 36 ára gaml­ar á ár­inu og eru bestu vin­kon­ur að sögn Mar­grét­ar Þóru. „Þær gengu mennta­veg­inn en fóru ólík­ar leiðir eft­ir út­skrift úr mennta­skóla. All­ar eiga þær maka og börn. Það er gam­an að segja frá því að son­ur Al­exöndru verður bráðlega fermd­ur, en hann er fædd­ur árið 2013. Í fram­haldi verða ár­leg­ar ferm­ing­ar­veisl­ur hjá þeim systr­um næstu níu árin.“ 

Elín ásamt sambýlismanni sínum Finnboga Hauki og sonum, Mikael Loga …
Elín ásamt sambýlismanni sínum Finnboga Hauki og sonum, Mikael Loga og Óliver Birgi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is