Sorglegt athæfi sem á ekki að endurtaka sig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. mars 2024

Sorglegt athæfi sem á ekki að endurtaka sig

Verið er að skoða breytingar á aðgangsmálum í Grindavík í samráði við almannavarnir. Þá stendur til að auka og bæta vöktun við lokunarpósta í bænum.

Sorglegt athæfi sem á ekki að endurtaka sig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. mars 2024

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við mbl.is.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við mbl.is. Samsett mynd

Verið er að skoða breytingar á aðgangsmálum í Grindavík í samráði við almannavarnir. Þá stendur til að auka og bæta vöktun við lokunarpósta í bænum.

Verið er að skoða breytingar á aðgangsmálum í Grindavík í samráði við almannavarnir. Þá stendur til að auka og bæta vöktun við lokunarpósta í bænum.

Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í samtali við mbl.is.

Óæskilegar mannaferðir vakið athygli

Tölu­vert hef­ur borið á óæski­leg­um manna­ferðum í Grinda­vík. Tveir menn voru handteknir á þriðjudagskvöld eftir að hafa stolið álplötum. Þá var járnamott­um að virði 1,2 millj­óna króna stolið af raðhúsalóð við Fálka­hlíð.

Fannar segir sorglegt að einstaklingar fari inn í bæinn til þess að stela munum þaðan.

„Það þarf að vera þannig að fólk geti treyst því að ekki sé verið að fara ránshendi um eigur þeirra, bæði inn á heimilum og fyrirtækjum,“ segir hann. 

Lögreglubílar eru á svæðinu allan sólarhringinn.
Lögreglubílar eru á svæðinu allan sólarhringinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þarf að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig

Lögreglubílar eru á svæðinu allan sólarhringinn að sögn Fannars.

Hann tekur fram að hægt sé að grípa til þess að fara fram á framvísun persónuskilríkja við lokunarpósta, að bílnúmer séu skráð niður eða myndavélaeftirlit aukið, til að tryggja betra öryggi.

„Auðvitað ef það er einbeittur brotavilji til staðar þá geta menn náð langt en það þarf að gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“

Fáir í bænum yfir páskana

Spurður hvort margir séu í bænum yfir páskana segir Fannar það vel geta verið að fólk vilji fara heim um páskana, dvelja í húsunum sínum og jafnvel borða þar. 

Engin starfsemi er í bænum næstu daga en fyrirtæki, verktakar og iðnaðarmenn eru flest í páskafríi. Í bænum eiga því ekki að vera aðrir en íbúar og lögregla.

„Vonandi fær bærinn að vera í friði frá öðrum,“ segir Fannar.

mbl.is