Ástfangin af því að horfa á aðra baka

Uppskriftir | 29. mars 2024

Ástfangin af því að horfa á aðra baka

Þá er komið að upp­skrift fyr­ir helg­ar­bakst­ur­inn sem er fast­ur liður hér á mat­ar­vefn­um á föstu­dags­morgn­um og nú er það á morgni föstudagsins langa. Að þessu sinni kem­ur uppskriftin úr smiðju Stefaníu Malen bakara sem starfar í bakaríinu Gulla Arnari. Í til­efni þess að pásk­ahelgin er fram undan ætl­ar Stefanía að bjóða les­end­um upp á upp­skrift að girnilegum eftirrétti sem boðar vorið.

Ástfangin af því að horfa á aðra baka

Uppskriftir | 29. mars 2024

Stefanía Malen bakari varð ástfangin af bakstri við það að …
Stefanía Malen bakari varð ástfangin af bakstri við það að horfa á aðra baka. Hún ætlar að bjóða upp á vorlegan eftirrétt á páskadag með ananaskremi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá er komið að upp­skrift fyr­ir helg­ar­bakst­ur­inn sem er fast­ur liður hér á mat­ar­vefn­um á föstu­dags­morgn­um og nú er það á morgni föstudagsins langa. Að þessu sinni kem­ur uppskriftin úr smiðju Stefaníu Malen bakara sem starfar í bakaríinu Gulla Arnari. Í til­efni þess að pásk­ahelgin er fram undan ætl­ar Stefanía að bjóða les­end­um upp á upp­skrift að girnilegum eftirrétti sem boðar vorið.

Þá er komið að upp­skrift fyr­ir helg­ar­bakst­ur­inn sem er fast­ur liður hér á mat­ar­vefn­um á föstu­dags­morgn­um og nú er það á morgni föstudagsins langa. Að þessu sinni kem­ur uppskriftin úr smiðju Stefaníu Malen bakara sem starfar í bakaríinu Gulla Arnari. Í til­efni þess að pásk­ahelgin er fram undan ætl­ar Stefanía að bjóða les­end­um upp á upp­skrift að girnilegum eftirrétti sem boðar vorið.

Stefanía er 21 árs gömul, einhleyp og býr hjá móður sinni í Garðabæ. Hún byrjaði að læra til bakara þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hefur staðið sig framúrskarandi vel í faginu. „Ég var í starfsnámi í Bæjarbakaríi í Hafnarfirði og var ég þar allan starfsnámstímann þar til að ég útskrifaðist og tók síðan sveinsprófið, í maí árið 2022.

Eftir útskriftina um sumarið vann ég hjá Hygge bakaríi sem er staðsett í Vesturbænum í höfuðborginni en síðan byrjaði ég að vinna hjá Gulla Arnari í september 2022 og er þar enn. Ég er orðin yfirbakari í eftiréttadeildinni en þar bý ég til eftirréttina, skipulegg vikuna og margt fleira skemmtilegt. Ég er núna í meistaraskólanum og ef allt gengur upp á ég að útskrifast sem bakarameistari í maí næstkomandi,“ segir Stefanía spennt á svipinn.

Var ástfangin af því að horfa aðra baka

Aðspurð segir Stefanía að hún hafi snemma vitað að hana langaði að gera eitthvað skapandi eins og að baka. „Ég hef alltaf vitað  að ég vildi ekki vinna skrifstofuvinnu eins og foreldrar mínir. Ég fékk snemma mikinn áhuga á bakstri og kökugerð en áður en ég varð ástfangin af því að baka var ég ástfangin af því að horfa á aðra baka,“ segir Stefanía.

„Þetta byrjaði allt saman þegar ég fylgdist með ömmu Laugu í eldhúsinu. Amma Lauga var mikið í eldhúsinu að baka og elda og hún elskaði að gefa öðrum að borða. Það var svo fallegt að horfa á hana baka og aðdáunarvert að sjá hve allt leit vel út hjá henni og virtist svo einfalt. Allt gerði hún af ást og natni, auk þess var allt gott hjá henni. Ég tel mig heppna ef ég þó ég yrði ekki nema hálfdrættingur á við hana.“

Stefanía segir að hún hafi verið einstaklega heppin að fá að baka með ömmu sinni Laugu. „Það fyrsta sem ég bakaði með henni var skúffukaka með æðislegu djöflakremi. Ég bakaði mikið með henni og síðan var pabbi alltaf að baka og ég bakaði líka mjög oft með honum. Mér fannst mjög gaman að baka með þeim og varð líka góð í því. Þarna fékk ég innblásturinn fyrir það sem ég er að gera í dag og þetta er ástæða þess að ég ákvað að byrja í grunndeild matvæla í MK og til að kynnast þessum fögum. Ég fann mig best í bakstrinum. Eftir námið elska ég bakstur miklu meira og geri það enn. Það skemmtilega er að ég verð sífellt hrifnari af baksri því lengur sem ég vinn hann, læri og öðlast meiri þekkingu og reynslu. Ég byrjaði að vera meira í eftirréttagerð eftir að ég byrjaði hjá Gulla Arnari, annars var ég mikið í því að baka brauð, vínarbrauð og vinna með sæt gerdeig,“ segir Stefanía.

Mikil keppnismanneskja og tek þátt í heimsmeistaramótinu í sumar

Planið hjá Stefaníu er að fara bráðlega út til Danmerkur að læra konditor og kökugerð. „Ég elska bæði að vera í eftirréttunum og í brauðbakstri. Helsta innblásturinn í bakstri og eftirréttagerð fæ ég frá öðrum, til dæmis með því að skoða á netinu hvað aðrir eru að gera, aðallega Instagram-síður hjá fagfólki út í heimi.“

Keppnisgreinar í faginu heilla líka Stefaníu. „Ég er mikið fyrir að prófa eitthvað nýtt og að taka þátt í keppnum. Ég hef ávallt verið mikil keppnismanneskja og fannst mjög gaman að keppa í fimleikum með Stjörnunni þegar ég var yngri og þetta keppnisskap hefur fylgt mér alla tíð. Fyrsta keppnin mín í greininni var nemakeppni Kornax 2021 og ég vann hana, sem hafði mikla þýðingu fyrir mig. Ég hef einnig keppt í Eftirrétta– og konfektmola ársins hjá Garra nokkrum sinnum, en nú er ég að fara að keppa með  íslenska bakaralandsliðinu á heimsmeistaramóti ungra bakara sem haldið verður í sumar í júní hér á Íslandi og er mjög spennt,“ segir Stefanía sem ætlar sér stóra hluti í keppninni.

Ef ekki bakari þá bóndi

Bakstur er ekki eina áhugamál Stefaníu en báðir foreldrar hennar koma fá sveitabæjum og þangað sækir Stefanía líka. „Ég og systur mínar vorum sendar upp í sveit við hvert einasta tækifæri. Þá vorum við að hjálpa til með dýrin, kýrnar, hestana og kindurnar og ég elska að fara upp í sveit og verja tíma með dýrunum og stússast í búskapnum. Ef ég væri ekki bakari eru miklar líkur á að ég myndi vera bóndi,“ segir Stefanía og hlær.

Ætlar að bjóða upp á ferskan eftirrétt

Áður fyrr dvaldi Stefanía í sveitinni um páskana, nú er raunin önnur. „Þegar ég var yngri var ávallt farið norður um páskana til afa og ömmu á Arnarstöðum í Skagafirði. Í minningunni var ávallt mikill snjór og það var farið út að gera snjóhús, farið á sleða og spilað. Fastur liður var að snæða lambakjöt á páskadag. Nú til dags ver ég páskunum með fjölskyldunni hér í bænum eftir að amma og afi fluttu á Sauðárkrók á elliheimili. En þetta eru minningar sem ég held mikið upp á en við borðum ávallt lambakjöt á páskadag eins og hefð hefur verið og því verður ekki breytt. Í ár ætlar mágur minn að elda lambið og ég ætla að bjóða upp á þennan dásamlega ferska eftirrétt, sem er mjólkursúkkulaðimús með ananaskremi og heslihnetukurli sem flestir kolfalla fyrir,“ segir Stefanía og bætir við að best sé að byrja á eftirréttinum daginn fyrir neyslu.

Mjólkursúkkulaðimús með anananskremi og heslihnetukurli skreytt með ananasbitum og litlum …
Mjólkursúkkulaðimús með anananskremi og heslihnetukurli skreytt með ananasbitum og litlum páskaeggjum fyrir ástfangna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjólkursúkkulaðimús með ananaskremi og heslihnetukurli

5 glös/fyrir 5

Ananaskrem ( compote )

  • 164 g ananas bitar               
  • 90 g mangó púrra                 
  • 45 g sykur                             
  • 82 g pektin                            

Aðferð:

  1. Skerið ananasinn í litla bita og setjið þá í pott með mangópúrru.
  2. Hitið blönduna síðan upp að suðu og setjið þá sykur og pektín saman í pottinn og látið sjóða í um það bil 2 mínútur.
  3. Hræðið í pottinum á meðan.
  4. Takið síðan pottinn af hellunni og setjið í glas, inn í kæli og látið kólna.

Púrra

  • 100 g mangó             
  • 10 g sykur                 

Aðferð:

  1. Setjið frosið mangó í pott með sykrinum og sjóðið.
  2. Eftir að það er búið að malla í smá tíma maukið þá allt saman.
  3. Best er að gera púrruna daginn áður en bera á fram eftirréttinn.

Mjólkursúkkulaðimús

  • 200 g rjómi                           
  • 250 g mjólkursúkkulaði      
  • 60 g dökkt súkkulaði
  • 200 g léttþeyttur rjómi       

Aðferð:

  1. Sjóðið rjómann upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið.
  2. Þegar súkkulaðiblandan er komin niður í 30°C megið þið blanda helmingi af rjómanum út í og hræra rólega með písk.
  3. Þegar það er komið saman setjið þið hinn helminginn saman við og ég myndi skipta yfir í sleif og blanda restinni rólega saman.
  4. Þegar þetta er komið saman megið þið hella blöndunni í glösin ofan á ananaskremið.
  5. Ef þetta eru mjó glös er gott að setja músina í sprautupoka og sprauta í glösin. Setjið síðan inn í kæli og látið standa í um það bil 3-4 klukkustundir.

Kurl

  • 53 g hakkaðar heslihnetur  
  • 55 g hveiti                             
  • 44 g sykur                             
  • 48 g smjör                              

Aðferð :

  1. Blandið allt blandað í hrærivél.
  2. Dreifið síðan á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið á blæstri í 180°C heitum ofni í um það bil 12 mínútur.
  3. Látið þetta kólna og hakkið síðan með matvinnsluvél.
  4. Dreifið síðan yfir músina og skreytið að vild. 
mbl.is