Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún.
Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún.
Sigga Ella leggur mikið upp úr því að skapa gott and rúmsloft í myndatökum. „Það er mikil vægt að fermingarbarninu líði vel, það er algjört lykil atriði,“ útskýrir hún.
Sigríður Ella Frímannsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ella, er með fremstu ljósmyndurum landsins. Hún hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hún útskrifaðist frá Ljósmyndaskólanum árið 2012.
Sigga Ella býr yfir einstökum hæfileika þegar kemur að því að ná því besta út úr fólkinu sem hún myndar, enda ófeimin, jákvæð og málglöð. Sem samtímaljósmyndara finnst henni fátt skemmtilegra en að mynda fólk í nánasta umhverfi sínu og á það einnig við um fermingarbörn, en fermingarmyndir eru svokölluð tímahylki.
Hvað gerir þú til að skapa góða stemningu?
„Ég er alltaf ég sjálf og legg mig 100% fram við að kynnast fólkinu sem ég mynda. Ég er mjög áhugasöm, finnst ánægjulegt að spjalla við fólk og eiga í samskiptum við aðra. Það hefur fylgt mér alveg frá æsku.“
Hvað gerir góða fermingarmynd?
„Það skiptir öllu máli að komast að því hvers konar týpa fermingarbarnið er og byggja ljósmyndirnar upp á þann máta sem er lýsandi fyrir viðkomandi.
Mér finnst mjög gaman að mynda fermingarbarn inni á heimili sínu, í unglingaherberginu eða á öðrum svæðum sem tengjast því, þá fæ ég gott tækifæri til að fanga karakterinn og tímabilið. Ég sting oft upp á góðum labbitúr um hverfið. Þannig tekst mér að ná einstökum augnablikum. Fermingarbarnið fær að skína og taka pláss.“
Skemmtilegasti staður til að taka fermingarmyndir?
„Að mínu mati er það nærumhverfið. Sjálfri finnst mér ótrúlega gaman að fara í gegnum fermingarmyndirnar sem ég hef tekið í gegnum árin bara til að sjá hvernig tímarnir hafa breyst. Persónulega væri ég til í að eiga sams konar myndir af mér í dag, þetta er ákveðin heimild.“
Sigga Ella hefur myndað fjöldann allan af fermingarbörnum og er löngu búin að missa töluna á öllum tökunum. Hún man þó alltaf eftir einni eftirminnilegri fermingarmyndatöku þar sem unnið var með þema.
„Það sem ég man eftir er að það var sérstakt einhyrningaþema. Fjölskyldan var öll með einhyrningahorn í fermingarmyndatökunni. Fermingarbarnið og móðirin elskuðu einhyrninga,“ útskýrir Sigga Ella.
Er betra að mynda á fermingardaginn eða á öðrum degi?
„Ég segi, bæði betra. Ef þú ert ótrúlega skipulögð manneskja og kemur þessu fyrir í dagskránni er tilvalið að koma í myndatöku á fermingardaginn. Ef ekki, þá er upplagt að koma fyrir eða jafnvel eftir. Mér finnst oft æðislegt að taka fermingarmyndir um sumarið.“
Sigga Ella fermdist hinn 31. mars 1994. „Ég fermdist á miklum snjódegi á Akureyri og man ágætlega vel eftir deginum. Veislan var haldin í félagsmiðstöðinni Dynheimum, sem þótti mjög flott,“ segir Sigga Ella.
Hvað manstu úr þinni eigin fermingu?
„Veislan var haldin á „skemmtistað unga fólksins“ á Akureyri og það var DJ-búr inni í veislusalnum, sem var meira en lítið geggjað. Veðrið var vont en dagurinn æðislegur,“ útskýrir hún.
Hvernig varstu klædd?
„Ég á fermingarkjólinn og passa enn í hann. Það var pínu pönkari í mér. Kjóllinn er svartur, aðsniðinn, langerma og mjög klassískur. Ég var í háum uppreimuðum skóm við.“