Trump deildi myndskeiði af Biden bundnum

Trump deildi myndskeiði af Biden bundnum

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að deila myndskeiði af pallbíl með mynd af Joe Biden Bandaríkjaforseta aftan á pallinum, og sýnir hann með hendur og fætur bundnar, líkt og er gert við dýr. 

Trump deildi myndskeiði af Biden bundnum

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 30. mars 2024

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð frá sumum.
Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð frá sumum. Skjáskot/Truth Social

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að deila myndskeiði af pallbíl með mynd af Joe Biden Bandaríkjaforseta aftan á pallinum, og sýnir hann með hendur og fætur bundnar, líkt og er gert við dýr. 

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að deila myndskeiði af pallbíl með mynd af Joe Biden Bandaríkjaforseta aftan á pallinum, og sýnir hann með hendur og fætur bundnar, líkt og er gert við dýr. 

Myndbandinu deildi Trump á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Það sýnir tvo pallbíla keyra á hraðbraut með skilti og fána til stuðnings Trump, auk myndarinnar af Biden á öðrum þeirra.

Talsmaður kosningateymis Bidens sagði Donald Trump ítrekað ala á pólitísku ofbeldi og sagði tímabært að taka hann alvarlega.

„Spyrjið bara lögreglumennina við þinghúsið sem urðu fyrir árás við það að vernda lýðræðið okkar 6. janúar [2021],“ sagði Michael Tyler, talsmaður kosningateymis Bidens.

Talsmaður kosningateymis Trumps sagði hins vegar að demókratar hefðu ekki aðeins alið á ofbeldi gegn Trump og fjölskyldu hans, heldur væru þeir einnig að vopnavæða réttarkerfið gegn honum.

mbl.is