Pakkaði í sex ferðatöskur og flutti til San Diego

Skoðunarferðir | 31. mars 2024

Pakkaði í sex ferðatöskur og flutti til San Diego

Fyrirsætan Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu ásamt kærasta sínum, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eftir að honum bauðst vinna á vesturströnd Bandaríkjanna. 

Pakkaði í sex ferðatöskur og flutti til San Diego

Skoðunarferðir | 31. mars 2024

Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg …
Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu. Samsett mynd

Fyrirsætan Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu ásamt kærasta sínum, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eftir að honum bauðst vinna á vesturströnd Bandaríkjanna. 

Fyrirsætan Bryndís Líf Eiríksdóttir er búsett í hinni sólríku San Diego-borg í Kaliforníu ásamt kærasta sínum, en þau tóku ákvörðun um að flytja þangað eftir að honum bauðst vinna á vesturströnd Bandaríkjanna. 

Bryndís er með BS gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og starfar hjá fyrirtæki sem hjálpar sprotafyrirtækjum við fjármögnun og á samfélagsmiðlum. Hún varð strax heilluð af San Diego sem býður upp á milt og hlýtt veðurfar allan ársins hring, töfrandi strendur og líflegt skemmtanalíf. 

Bryndís varð strax heilluð af borginni sem býður upp á …
Bryndís varð strax heilluð af borginni sem býður upp á margt spennandi.

Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef örugglega ferðast oftast til Ítalíu eða Spánar, en ég hef ferðast víða um Evrópu. Eins má nefna Grikkland, Bretland, Austurríki, Sviss, Majorka, Danmörk og Svartfjallaland. Ég hef einnig farið til Bandaríkjanna nokkrum sinnum – til Boston, Kaliforníu og tvisvar til Flórída.“

Bryndís hefur ferðast víða um Evrópu og hefur komið oftast …
Bryndís hefur ferðast víða um Evrópu og hefur komið oftast til Ítalíu og Spánar.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Við fórum í fjögurra vikna „mini-roadtrip“ í Evrópu í lok sumars 2022. Við byrjuðum í Verona á Ítalíu og fórum þaðan alla leið í gegnum Króatíu og niður til Svartfjallalands, og frá Bar í Svartfjallalandi yfir til Bari á suðvesturströndinni á Ítalíu og enduðum í Róm. Þetta var ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt ferðalag. Króatía er hátt á listanum yfir uppáhaldslöndin mín eftir þetta ferðalag. Einnig kom Svartfjallaland á óvart!“

Fjögurra vikna „mini-roadtrip“ um Evrópu stendur upp úr.
Fjögurra vikna „mini-roadtrip“ um Evrópu stendur upp úr.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég er mjög hrifin af sólarlandaferðum – að fara á ströndina, snorkla og fara í bátsferðir.“

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Ég féll fyrir Dubrovnik í Króatíu. Þar er hægt að skoða gamla bæinn, fara á ströndina og í skemmtilegar bátsferðir. Við fórum í Catamaran-bátsferð í hellaksoðun og að snorkla. Maturinn þar er líka mjög góður og hægt að fara í skemmtilegar vínsmakkanir. Það má því segja Dubrovnik hafi allt sem ég leitast að.“

Króatía heillaði Bryndísi upp úr skónum.
Króatía heillaði Bryndísi upp úr skónum.

En fyrir utan Evrópu?

„Ég myndi segja San Diego í Kaliforníu.“

Hvenær og af hverju ákvaðst þú að flytja til San Diego?

„Kærastinn minn fékk starf hér á vesturströndinni í Bandaríkjunum hjá Marel. Starfið hans krafðist þess að við myndum flytja á vesturströndina, allt frá Alaska og niður til suður-Kaliforníu.

Þannig við fórum á Google og bókstaflega gúggluðum hvar væri best að búa vesturströndinni og upp kom San Diego. Hann fékk starfið í óktóber 2022 og fór ferlið hratt af stað og fengum við bæði bandarískt visa til að flytja. Það ferli tók rúmlega sex mánuði og við vorum flutt út í lok apríl 2023. Við seldum nánast allt saman og tókum sex ferðatöskur með okkur.“

Bryndís og kærasti hennar seldu nánast allt, pökkuðu niður í …
Bryndís og kærasti hennar seldu nánast allt, pökkuðu niður í sex ferðatöskur og fluttu til Kaliforníu.

Hvað heillaði þig við San Diego þegar þú fluttir þangað?

„Það er jafnt loftslag allt árið um kring eins og á Tenerife. Það er ekki of heitt og ekki of kalt, sem er fullkomið. Það er endalaust af ströndum hérna. Þetta er eins og að vera í sumarfríi alla daga. Það er einnig svo mikið í kring – Mexíkó er í aðeins 40 mínútna akstursfjarlægð. Svo er hægt að keyra í tvær eða sex klukkustundir og fara á skíði á veturnar.“

Hægt er að keyra á spennandi skíðasvæði í nágrenni San …
Hægt er að keyra á spennandi skíðasvæði í nágrenni San Diego.

„Mig hefur alltaf langað til að flytja erlendis þar sem ég gæti farið á ströndina allt árið um kring og ég gæti ekki verið sáttari hér í San Diego. Einnig er fólkið hérna svo almennilegt og engin að stressa sig á neinu, myndi segja þetta væri frekar róleg stórborg.“

Bryndís er afar sátt í San Diego enda getur hún …
Bryndís er afar sátt í San Diego enda getur hún skellt sér á ströndina hvenær sem hún vill.

Hvað er ómissandi að sjá í borginni?

„Ég er svo einföld, en það að fara á ströndina og horfa á sólsetrin er í miklu uppáhaldi hjá mér. La Jolla Cove er vinsælt meðal ferðamanna, þú getur farið að snorkla, skoða hella og farið í kayak-ferðir. Einnig er hægt að fylgjast með sæljónum á ströndinni í sólbaði.“

Sólsetrin á ströndum San Diego eru í miklu uppáhaldi hjá …
Sólsetrin á ströndum San Diego eru í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi.

Áttu þér uppáhaldsveitingastað?

„The Westgate Hotel er með frábæran mat.“

Hvaða hverfi eru í uppáhaldi hjá þér?

„La Jolla er í miklu uppáhaldi, fallegt hverfi og svo er uppáhaldsströndin mín þar. Húsin í La Jolla eru líka ótrúlega falleg.“

Bryndís mælir með La Jolla hverfinu í San Diego.
Bryndís mælir með La Jolla hverfinu í San Diego.

Hvernig er skemmtanalífið í San Diego?

„Það er svo fjölbreytt og svo margt í boði. Það er hægt að fara á klúbba og dansa í miðbænum, fara á sundlaugarpartí á sumrin um allar helgar, og á allskonar brugghús. Vinsælasti staðurinn til að fara á í mínum vinahóp eru hverfi sem heita North Park og Pacififc Beach.

Pacififc Beach er hverfi sem er nálægt ströndinn og eru fullt af stöðum þar og mikið af ungu fólki. Þetta er það sem er svo skemmtilegt við San Diego, manni leiðist aldrei!“

Skemmtanalífið í San Diego er fjörugt og fjölbreytt.
Skemmtanalífið í San Diego er fjörugt og fjölbreytt.

Hvernig er draumadagurinn þinn í borginni?

„Kíkja á ströndina, lesa bók, njóta sólarinnar og kæla sig í sjónum. Fara svo heim gera sig til og kíkja út í kvöldmat og svo á skemmtilegan bar með góðum vinum.“

Draumadagurinn er að sjálfsögðu á ströndinni.
Draumadagurinn er að sjálfsögðu á ströndinni.

Hefur þú náð að ferðast eitthvað innan Kaliforníu síðan þú fluttir út?

„Já, ég hef farið upp til Los Angeles og kíkt til Santa Barbara. Einnig fórum við í skíðaferð í febrúar með vinum okkur upp til Mammoth Mountain sem er í rúmlega sex klukkustunda akstursfjarlægð frá San Diego.

Vinkonur mínar komu í heimsókn sumarið 2023 og þá fórum við til Temecula Wine Country og fórum líka til Palm Springs. Við höfum líka keyrt til Las Vegas, sem er sex klukkustunda keyrsla en það er nú í Nevada-fylki.“

Bryndís alsæl í Temecula.
Bryndís alsæl í Temecula.

Hvaða ferðalög eru á dagskrá hjá þér?

„Það er nú ekkert planað eins og er, við erum svo hvatvís og vanalega plönum við ferðalög með stuttum fyrirvara. Hawaii er bara einni flugferð frá okkur, og svo er Japan ofarlega á listanum. Það er þó nóg að skoða hér í Kaliforníu og langar okkur að keyra meðfram sjónum alla leið til norður-Kaliforníu. Monterey, Solvang og San Fransisco hér í Kaliforniu eru á laupalistanum (e. bucket list).“

Í sumar langar Bryndísi að ferðast meira um Kaliforníu.
Í sumar langar Bryndísi að ferðast meira um Kaliforníu.
mbl.is