Leikstjórinn Agnar Jón Egilsson og Marian Chmelar matreiðslumaður hafa sett parhús sitt við Suðurgötu á sölu. Húsið er 293 fm að stærð en húsið sjálft var reist 1885. Agnar Jón stofnaði Leynileihúsið 2004 og hefur komið víða við í íslensku leiklistarlífi.
Leikstjórinn Agnar Jón Egilsson og Marian Chmelar matreiðslumaður hafa sett parhús sitt við Suðurgötu á sölu. Húsið er 293 fm að stærð en húsið sjálft var reist 1885. Agnar Jón stofnaði Leynileihúsið 2004 og hefur komið víða við í íslensku leiklistarlífi.
Leikstjórinn Agnar Jón Egilsson og Marian Chmelar matreiðslumaður hafa sett parhús sitt við Suðurgötu á sölu. Húsið er 293 fm að stærð en húsið sjálft var reist 1885. Agnar Jón stofnaði Leynileihúsið 2004 og hefur komið víða við í íslensku leiklistarlífi.
Húsið við Suðurgötu er úr timbri en með steyptum kjallara. Húsið skiptist í kjallar, tvær hæðir og ris ásamt bílskúr sem er innréttaður sem íbúð sem hægt er að leigja út.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og risastór gaseldavél. Eldhúsið er í opnu rými sem teygir anga sína inn í stofu og borðstofu. Af þessari hæð eru svalir sem snúa út á Suðurgötuna en í kringum húsið er myndarlegur garður.
Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 202.800.000 kr.