Bandaríska leikkonan Shannen Doherty er með krabbamein á lokastigi og undirbýr sig fyrir dauðann. Doherty, sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug 20. aldar með hlutverki sínu í unglingaþáttaröðinni Beverly Hills 90210, greindi frá því í ársbyrjun 2020 að hún væri aftur komin með krabbamein, en leikkonan greindist með brjóstakrabbamein árið 2015.
Bandaríska leikkonan Shannen Doherty er með krabbamein á lokastigi og undirbýr sig fyrir dauðann. Doherty, sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug 20. aldar með hlutverki sínu í unglingaþáttaröðinni Beverly Hills 90210, greindi frá því í ársbyrjun 2020 að hún væri aftur komin með krabbamein, en leikkonan greindist með brjóstakrabbamein árið 2015.
Bandaríska leikkonan Shannen Doherty er með krabbamein á lokastigi og undirbýr sig fyrir dauðann. Doherty, sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug 20. aldar með hlutverki sínu í unglingaþáttaröðinni Beverly Hills 90210, greindi frá því í ársbyrjun 2020 að hún væri aftur komin með krabbamein, en leikkonan greindist með brjóstakrabbamein árið 2015.
Doherty, sem segir endalokin vera að nálgast, ræddi opinskátt um lífið og dauðann í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum, Let's Be Clear, á mánudag.
Leikkonan, sem fór einnig með burðarhlutverk í þáttaröðinni Charmed, sagðist meðal annars vilja létta á álagi fyrir aðstandendur, þá sérstaklega móður sína, og hefur hún því varið dágóðum tíma í að hreinsa út úr geymslum ásamt því að ganga frá eignum og persónulegum munum.
„Forgangsverkefni mitt þessa stundina er móðir mín,“ sagði Doherty, 52 ára. „Ég veit að það verður erfitt fyrir hana þegar ég fer, ef ég fer á undan. Það er nóg að glíma við sorgina. Ég vil ekki að hún þurfi að fara í gegnum yfirfullar geymslur og kassa af dóti,“ útskýrði leikkonan.
Doherty heimsótti nýverið heimili sitt í Tennessee, pakkaði öllu saman og auglýsti eignina til sölu. „Þetta var erfitt verkefni og tilfinningaþrungið. Mér leið eins og ég væri að gefast upp á draumnum mínum,“ sagði hún, en Doherty hefur lengi dreymt um að setjast að í Tennessee-fylki og ala upp og temja hross.