Áhöfninni á Snæfelli EA-310, frystitogara Samherja, safnaði ekki bara mottum í síðasta túr þeirra heldur tókst þeim einnig að safn tæplega hálfri milljón í tengslum við átakið mottumars á vegum Krabbameinsfélags Íslands.
Áhöfninni á Snæfelli EA-310, frystitogara Samherja, safnaði ekki bara mottum í síðasta túr þeirra heldur tókst þeim einnig að safn tæplega hálfri milljón í tengslum við átakið mottumars á vegum Krabbameinsfélags Íslands.
Áhöfninni á Snæfelli EA-310, frystitogara Samherja, safnaði ekki bara mottum í síðasta túr þeirra heldur tókst þeim einnig að safn tæplega hálfri milljón í tengslum við átakið mottumars á vegum Krabbameinsfélags Íslands.
Nokkrum dögum áður en lagt var í túrinn í síðasta mánuði fengu allir karlar sem starfa hjá samstæðu Samherja sokka í tilefni af átakinu. Í kjölfarið hafi komið fram sú hugmynd að taka þátt í skeggkeppni Mottumars og safna í þágu málefnisins í veiðiferðinni, segir Gylfi Víðisson undirstýrimaður á Snæfelli í færslu á vef Samherja.
Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.
„Það var í raun Hafþór Björnsson háseti sem leiddi þetta og hvatti aðra í áhöfninni til dáða. Staðreyndin er að þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni, þannig að þetta stendur okkur í raun nærri og áhöfnin var því sammála um að taka virkan þátt í Mottumars,“ útskýrir Gylfi.
Hafþór segir að söfnunin hafi rólega af stað en hafi tekið kipp er leið á veiðiferðina.
„Við skráðum okkur sem sagt til leiks og settum markmiðið á 250 þúsund krónur. Þegar líða fór á túrinn sendum við skilaboð til ættingja og vina um að taka þátt og í kjölfarið sáum við upphæðina hækka dag frá degi. Við endum í tæpri hálfri milljón króna og ég held að engum okkar hafi dottið í hug að þetta yrði niðurstaðan. Krabbameinsfélagið treystir á stuðning almennings og ég er viss um að þessir peningar koma að góðum notum.“
Flestir í áhöfninni tóku þátt í að safna skeggi. „Þetta skapaði ákveðna stemningu og Mottumars-sokkarnir komu að góðum notum. Margir okkar skörtuðu flottum og metnaðarfullum mottum í lok veiðiferðarinnar og það verður spennandi að sjá hversu margar verða látnar fjúka í landlegunni.“
„Þetta var skemmtilegt verkefni og jafnframt gefandi. Til þess að drífa svona söfnun áfram þarf helst að vera góð og jákvæð stemning og það er hún svo sannarlega um borð í Snæfelli. Við þökkum öllum þeim lögðu okkur lið í þessu mikilvæga árvekni- og fjáröflunarátaki, eitt er víst að áhöfn Snæfells EA-310 er ákaflega stolt af því að taka þátt í stuðningi við Krabbameinsfélag Íslands.“