Guðdómlegur bóndabær frá árinu 1850

Heimili | 5. apríl 2024

Guðdómlegur bóndabær frá árinu 1850

Í Cairngorms-þjóðgarðinum í hjarta skosku hálandanna stendur fallegur bóndabær frá árinu 1850 sem hefur í dag verið breytt í sjarmerandi gistiheimili. 

Guðdómlegur bóndabær frá árinu 1850

Heimili | 5. apríl 2024

Hér má sjá fagurfræði sem gleður augað!
Hér má sjá fagurfræði sem gleður augað! Samsett mynd

Í Cairngorms-þjóðgarðinum í hjarta skosku hálandanna stendur fallegur bóndabær frá árinu 1850 sem hefur í dag verið breytt í sjarmerandi gistiheimili. 

Í Cairngorms-þjóðgarðinum í hjarta skosku hálandanna stendur fallegur bóndabær frá árinu 1850 sem hefur í dag verið breytt í sjarmerandi gistiheimili. 

Árið 2015 var bóndabærinn Killiehuntly opnaður aftur sem skoskt gistiheimili. Þá hafði hann fengið allsherjar yfirhalningu og verið endurhannaður að innan á afar fallegan máta, en hönnunin er í heillandi sveitastíl með skandinavísku yfirbragði.

Það var innanhússhönnuðurinn Ruth Kramer sem sá um hönnunina, en hún er þekkt fyrir að hafa einstakt lag á því að gera upp gömul hús með mikla sögu og gefa þeim skandinavískan blæ um leið og haldið er í upprunalegan karakter hússins. 

Stendur á fallegu svæði við tignarlegan fjallagarð

Húsið er ekki einungis fallegt að innan sem utan heldur er það umvafið mikilli náttúrufegurð sem einkennir hálöndin. Frá bóndabænum er til dæmis guðdómlegt útsýni til Cairngorms-fjallagarðsins sem er heimili margra sjaldgæfra plantna, fugla og dýra. 

Húsið er á tveimur hæðum og státar af sex mismunandi svefnherbergum sem hafa öll sinn sjarma. Notaleg litapalletta, efniviður úr náttúrunni og falleg áferð einkennir hönnun þeirra, en þar að auki mætast gamall og nútímalegur stíll í vali á húsgögnum og húsmunum sem skapar þessa ljúfu stemningu. 

Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
Ljósmynd/Killiehuntly.scot
mbl.is