Ísraelar að „tapa áróðursstríðinu“ á Gasa

Ísrael/Palestína | 5. apríl 2024

Ísraelar að „tapa áróðursstríðinu“ á Gasa

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir Ísraela vera að „tapa áróðursstríðinu” á Gasasvæðinu vegna myndanna sem berast þaðan.

Ísraelar að „tapa áróðursstríðinu“ á Gasa

Ísrael/Palestína | 5. apríl 2024

Donald Trump á fundi í ríkinu Wisconsin fyrr í vikunni.
Donald Trump á fundi í ríkinu Wisconsin fyrr í vikunni. AFP/Scott Olson

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir Ísraela vera að „tapa áróðursstríðinu” á Gasasvæðinu vegna myndanna sem berast þaðan.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir Ísraela vera að „tapa áróðursstríðinu” á Gasasvæðinu vegna myndanna sem berast þaðan.

„Á hverju kvöldi birta þeir myndir af húsum að hrynja. Þeir ættu ekki að birta þannig myndir,” sagði Trump í þættinum The Hugh Hewitt Show, í gær.

„Þess vegna eru þeir að tapa áróðursstríðinu,” bætti hann við um Ísraela.

Reykur yfir Khan Yunis á Gasasvæðinu eftir loftárás Ísraela fyrr …
Reykur yfir Khan Yunis á Gasasvæðinu eftir loftárás Ísraela fyrr á árinu. AFP/Said Khatib

Stríðið er það mannskæðasta frá upphafi á Gasasvæðinu. Það hófst með árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október þar sem 1.170 Ísraelar og ríkisborgarar annarra landa, flestir almennir borgarar, voru drepnir, samkvæmt tölum AFP sem byggja á opinberum tölum Ísraela.

Palestínumenn tóku jafnframt 250 gísla og eru um 130 þeirra enn á Gasasvæðinu. Þar af eru 34 látnir, að sögn Ísraelshers.

Að minnsta kosti 33.037 manns hafa verið drepnir í hefndaraðgerð Ísraela, að sögn heilbrigðisráðuneytisins á Gasasvæðinu, sem Hamas-samtökin reka. Sameinuðu þjóðirnar vara við hungursneyð á svæðinu.

„Þið verðið að ljúka þessu og þið verðið að ná eðlilegu ástandi aftur,” sagði Trump. „Þið verðið að ná sigri og þetta er að taka langan tíma.”

mbl.is