Hér er uppskrift af ekta enskri kjötböku með öli sem kemur úr smiðju Sigríðar Bjarkar Bragadóttir matreiðslumeistara og einn eiganda Salt Eldhús. En hjá Salt Eldhúsi hafa einmitt verið haldin námskeið í bökugerð sem hafa notið mikilla vinsælda.
Hér er uppskrift af ekta enskri kjötböku með öli sem kemur úr smiðju Sigríðar Bjarkar Bragadóttir matreiðslumeistara og einn eiganda Salt Eldhús. En hjá Salt Eldhúsi hafa einmitt verið haldin námskeið í bökugerð sem hafa notið mikilla vinsælda.
Bökur eru enskur þjóðaréttur og nýtur mikilla vinsælda í Bretland. Til að mynda ef oft boðið upp á bökur í veislum í Bretlandi eins og brúðkaupsveislum og stórafmælum svo fátt sé nefnt. Einnig er bökurnar vinsælar á matseðlum á matkrám í Bretlandi.
Uppskriftin að böku með nautakjöti og góðum bjór og þessi er gjarnan í boði á góðum matkrám í Bretlandi. Síðan drekka Bretarnir bjór með.
Kjötbaka með öli
Fyrir 6-8
Kjötfylling:
- 1 kg, nautakjöt, gúllas eða ragú bitar
- 2 msk. olía
- 1 msk. smjör
- 2 laukar, saxaðir
- 250 g gulrætur, sneiddar
- 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
- 2 msk. tómatpúra
- 1 msk. Worcesterhire sósa
- 3 msk. hveiti
- 2 1/2 dl öl (ale) eða góður dökkur bjór
- 1 dl nautasoð
- 1 tsk. timian
- 1 msk. balsamic-edik eða eftir smekk
- vel af nýmöluðum pipar
- 1 egg, sundurslegið
Aðferð:
- Skerið nautakjötið í bita í rúmlega munnbitastærð, þerrið bitana á eldhúsbréfi.
- Steikið þá í blöndu af smjöri og olíu, gerið þetta í tvennu lagi til að allt brúnist vel.
- Setjið kjötbitana til hliðar.
- Bætið örlitlu af olíu á pönnuna og steikið nú laukinn og gulræturnar þar til laukurinn fer að verða mjúkur, bætið þá hvítlauk á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur.
- Bætið tómatpúru og Worcesterhire sósu út í og látið malla áfram í 1 mínútu.
- Stráið hveitinu yfir grænmetið og hrærið saman við og látið krauma í 2 mínútur, bætið þá ölinu út í, hrærið saman við og bætið síðan kjötinu út í ásamt safanum, ef einhver er, á disknum, nautasoði, og kryddi út í.
- Setjið lok á pönnuna og látið þetta malla við hægan hita í 45 mínútur, takið lokið af og látið malla í 15 mínútur í viðbót án þess að hafa lokið á svo sósan þykkni. Smakkið til með pipar og balsamik ediki.
- Hitið ofninn í 180°C.
- Finnið passlegt bökuform, það þarf að vera svolítið djúpt svo kjötfyllingin komist fyrir. Skiptið smjördeiginu í tvennt og rúllið annan hlutann út á hveitistráðu borði.
- Passið að hafa deigið stærra en bökuformið svo deigið nái út yfir barmana.
- Setjið deigið í bökuformið, setjið bökunarpappír ofan á og þurrar baunir.
- Bakið með baunafarginu í 15 mínútur og fjarlægið það síðan ásamt pappírnum.
- Hellið kjötfyllingunni í formið, rúllið hinn helminginn af smjördeiginu út og setjið yfir kjötið.
- Skerið utan af, þið getið notað afskurðinn í skraut ofan á bökuna.
- Sláið egg saman í glas og penslið deigbrúnir með því.
- Klemmið deigbrúnir saman, og penslið síðan ofan á deigið með egginu.
- Skerið lítið gat í miðjuna á bökunni og skerið e.t.v. lauf út með afgangs deigi og skreytið ofan á.
- Penslið það líka með eggi.
- Bakið bökuna í 30 mínútur.
- Berið fram með soðnum grænum baunum, steiktum kartöflum og e.t.v. góðri sósu ef þið viljið virkilega gera bökuna að veislumat.