Rýming endurmetin í fyrramálið

Snjóflóð á Austfjörðum | 7. apríl 2024

Rýming endurmetin í fyrramálið

Rýming á Seyðisfirði og í Neskaupstað er óbreytt eftir fund Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna sem lauk fyrr í kvöld. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. 

Rýming endurmetin í fyrramálið

Snjóflóð á Austfjörðum | 7. apríl 2024

Mynd úr safni af varðskipinu Þór við Neskaupstað.
Mynd úr safni af varðskipinu Þór við Neskaupstað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rým­ing á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað er óbreytt eft­ir fund Veður­stofu, Vega­gerðar og al­manna­varna sem lauk fyrr í kvöld. Staðan verður end­ur­met­in í fyrra­málið. 

Rým­ing á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað er óbreytt eft­ir fund Veður­stofu, Vega­gerðar og al­manna­varna sem lauk fyrr í kvöld. Staðan verður end­ur­met­in í fyrra­málið. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Aust­ur­landi.

Von á öðrum úr­komu­bakka

Enn er gert ráð fyr­ir áfram­hald­andi úr­komu og skafrenn­ingi fram til morg­uns. Held­ur læg­ir þá tíma­bundið en von á öðrum úr­komu­bakka á morg­un. Úrkoma á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað hef­ur þó ekki verið mik­il.

Flest­ir fjall­veg­ir á Aust­ur­landi eru enn lokaðir. Þá er Fjarðar­heiði lokuð en veg­ur­inn um Fagra­dal er op­inn.

Veg­ir inn­an­bæjar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði eru opn­ir og ekki er tal­in hætta utan rýmdra svæða.

Ný til­kynn­ing í fyrra­málið

Gert er ráð fyr­ir að til­kynn­ing um stöðuna ber­ist klukk­an 10 í fyrra­málið.

„Aðgerðastjórn hvet­ur ferðalanga sem fyrr til að kanna vel með færð og veður áður en haldið er af stað. Lítið ferðaveður er í fjórðungn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og þá er minnt á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. 

mbl.is