Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari við fyrirspurn mbl.is. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun, en þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraði af þeim hluta málsins.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari við fyrirspurn mbl.is. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun, en þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraði af þeim hluta málsins.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari við fyrirspurn mbl.is. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun, en þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraði af þeim hluta málsins.
Þá krefst ríkissaksóknari einnig staðfestingar á sakfellingu í þeim hluta málsins sem snýr að vopnalagabroti, auk þess að fara fram á refsiþyngingu.
Sindri Snær var í héraði dæmdur í tveggja ára fangelsi. Ísidór hlaut átján mánaða dóm. Voru þeir dæmdir fyrir brot gegn vopnalagagjöf, en sýknaðir af tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka.
Einnig voru gerð upptæk ýmis tæki, vopn og annar búnaður sem var í fórum mannanna.
Verjendur mannanna sögðu eftir dómsuppkvaðningu í héraði að dómurinn væri mikill léttir en sá sama tíma áfellsidómur yfir vinnubrögðum lögreglu og ákæruvalds.