Bíða enn svara frá Bankasýslunni

Landsbankinn kaupir TM | 9. apríl 2024

Bíða enn svara frá Bankasýslunni

Engin svör hafa borist fjármálaráðuneytinu frá Bankasýslu ríkisins í tengslum við möguleg kaup Landsbankans á TM.

Bíða enn svara frá Bankasýslunni

Landsbankinn kaupir TM | 9. apríl 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­in svör hafa borist fjár­málaráðuneyt­inu frá Banka­sýslu rík­is­ins í tengsl­um við mögu­leg kaup Lands­bank­ans á TM.

Eng­in svör hafa borist fjár­málaráðuneyt­inu frá Banka­sýslu rík­is­ins í tengsl­um við mögu­leg kaup Lands­bank­ans á TM.

Þetta staðfest­ir Elva Björk Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins, við mbl.is.

Hún bæt­ir við að gera megi ráð fyr­ir að svarið ber­ist síðar í vik­unni.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra sagðist í síðustu viku ætla að bíða eft­ir viðbrögðum Banka­sýsl­unn­ar sem væru vænt­an­leg í þess­ari viku áður en hún vildi tjá sig frek­ar um málið.

Landsbankinn.
Lands­bank­inn. mbl.is/​sisi

Banka­sýsl­an hef­ur sagt að hún hafi ekki verið meðvituð um kaup­in en Lands­bank­inn svaraði full­um hálsi í greina­gerð þar sem seg­ir að hún hefði ít­rekað verið upp­lýst um áformin.

„Bank­inn hef­ur sent frá sér sín svör og Banka­sýsl­an mun svara því. Í fram­hald­inu er hægt að meta næstu skref. En það er þó ljóst að mál­inu er ekki lokið,“ sagði Þór­dís Kol­brún, við mbl.is á föstu­dag­inn.

Ekki náðist í Þór­dísi Kol­brúnu við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is