Engin svör hafa borist fjármálaráðuneytinu frá Bankasýslu ríkisins í tengslum við möguleg kaup Landsbankans á TM.
Engin svör hafa borist fjármálaráðuneytinu frá Bankasýslu ríkisins í tengslum við möguleg kaup Landsbankans á TM.
Engin svör hafa borist fjármálaráðuneytinu frá Bankasýslu ríkisins í tengslum við möguleg kaup Landsbankans á TM.
Þetta staðfestir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, við mbl.is.
Hún bætir við að gera megi ráð fyrir að svarið berist síðar í vikunni.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagðist í síðustu viku ætla að bíða eftir viðbrögðum Bankasýslunnar sem væru væntanleg í þessari viku áður en hún vildi tjá sig frekar um málið.
Bankasýslan hefur sagt að hún hafi ekki verið meðvituð um kaupin en Landsbankinn svaraði fullum hálsi í greinagerð þar sem segir að hún hefði ítrekað verið upplýst um áformin.
„Bankinn hefur sent frá sér sín svör og Bankasýslan mun svara því. Í framhaldinu er hægt að meta næstu skref. En það er þó ljóst að málinu er ekki lokið,“ sagði Þórdís Kolbrún, við mbl.is á föstudaginn.
Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar.