Orðið víðfeðmara en hin gosin á Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. apríl 2024

Orðið víðfeðmara en hin gosin á Reykjanesskaga

Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Erfitt er að spá fyrir um hvenær þessu eldgosi lýkur, það gæti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni.

Orðið víðfeðmara en hin gosin á Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. apríl 2024

Landris heldur áfram og stöðugt kvikuflæði undir Svartsengi.
Landris heldur áfram og stöðugt kvikuflæði undir Svartsengi. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Erfitt er að spá fyrir um hvenær þessu eldgosi lýkur, það gæti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Erfitt er að spá fyrir um hvenær þessu eldgosi lýkur, það gæti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni.

Þetta kemur fram í nýrri frétt Veðurstofunnar.

Hraun­breiðan orðin rúmir sex fer­kíló­metrar

Sérfræðingar frá Náttúrufræðistofu og Landmælinga Íslands fóru í mælingaflug yfir gosstöðvarnar í gær.

Samkvæmt göngum sem safnað var í fluginu var hægt að leggja mat á stærð hraunbreiðunnar og hraunflæði í eldgosinu. Niðurstöðurnar sýna að dregið hefur jafnt og þétt úr krafti eldgossins. 

Þá mældist flatarmál hraunbreiðunnar 6,14 ferkílómetrar. Eldgosið er því orðið víðfeðmara en fyrri gosin sex á Reykjanesskaga.

Áður var stærst eldgosið við Fagradalsfjall sem gaus í mars 2021. Flatarmál þess mældist tæpir 5 ferkílómetrar.

Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur …
Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Kort/Veðurstofa Íslands

Hraun hefur undanfarið runnið að mestu til suðurs frá gígnum, en tímabundið rann það skammt til norðurs þegar gígbarmur brast. 

Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandaveg eða Melhólsnámu. 

Aukið landris undanfarna viku

Landris í Svartsengi heldur áfram og hefur hraði þess aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins. Það gefur til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi.

Áfram er opin tenging milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð.

Skjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík hefur haldið áfram að vera mjög lítil. 

Hættumat óbreytt

Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og gildir það til 16. apríl að öllu óbreyttu. Engar breytingar eru á hættumatinu og áfram er hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúkagígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil.

Engar breytingar eru á hættumatinu.
Engar breytingar eru á hættumatinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. 

mbl.is