Þríburar Rannveigar og Hallgríms orðnir eins árs

Frægar fjölskyldur | 9. apríl 2024

Þríburar Rannveigar og Hallgríms orðnir eins árs

Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir fögnuðu um helgina eins árs afmæli sínu, en börnin komu í heiminn á skírdag í fyrra. Fyrir áttu Hallgrímur og Rannveig tvær dætur og eiga því samtals fimm börn sem komu í heiminn á fjögurra og hálfs árs tímabili. 

Þríburar Rannveigar og Hallgríms orðnir eins árs

Frægar fjölskyldur | 9. apríl 2024

Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir eru orðnir …
Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir eru orðnir eins árs! Samsett mynd

Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir fögnuðu um helgina eins árs afmæli sínu, en börnin komu í heiminn á skírdag í fyrra. Fyrir áttu Hallgrímur og Rannveig tvær dætur og eiga því samtals fimm börn sem komu í heiminn á fjögurra og hálfs árs tímabili. 

Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir fögnuðu um helgina eins árs afmæli sínu, en börnin komu í heiminn á skírdag í fyrra. Fyrir áttu Hallgrímur og Rannveig tvær dætur og eiga því samtals fimm börn sem komu í heiminn á fjögurra og hálfs árs tímabili. 

Þríburarnir, sem fengu nöfnin Helena Þóra, Ingvar Andri og Hafdís Gyða, hafa sannarlega stækkað á síðasta árinu og birti Rannveig fallega fjölskyldumynd úr afmæli þeirra sem haldið var á afmælisdaginn, 6. apríl síðastliðinn. 

Skemmtilegt og lærdómsríkt ár

„Risastór áfangi fyrir lítil kríli sem hafa stækkað heldur betur mikið síðastliðið ár. Fyrsta afmælið var haldið í dag á afmælisdaginn þeirra 6. apríl. Ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár að baki. Margt sem þau hafa kennt okkur á lífið og sem við höfum lært sem fjölburaforeldrar. Alls ekki alltaf auðvelt en þau eru samt svo góð alltaf að það léttir töluvert á álaginu.

Þau eru á svo skemmtilegum aldri núna og öll með svo sterkan persónuleika. Mikið sem ég hlakka til komandi ára í þessum rússíbana sem fjölskyldulífið okkar er. Til lukku með fyrsta afmælið elsku ástirnar mínar. Mamma og pabbi elska ykkur svo mikið,“ skrifaði Rannveig við myndina. 

mbl.is