Adam Ægir afhjúpar leyndarmálið að góðum árangri

Fatastíllinn | 10. apríl 2024

Adam Ægir afhjúpar leyndarmálið að góðum árangri

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson var byrjaður að sparka í fótbolta um leið og hann lærði að ganga, en hann fór á fyrstu fótboltaæfinguna þriggja ára gamall og varð strax heillaður af íþróttinni. 

Adam Ægir afhjúpar leyndarmálið að góðum árangri

Fatastíllinn | 10. apríl 2024

Adam Ægir Pálsson byrjaði að æfa fótbolta aðeins þriggja ára …
Adam Ægir Pálsson byrjaði að æfa fótbolta aðeins þriggja ára gamall. Samsett mynd

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson var byrjaður að sparka í fótbolta um leið og hann lærði að ganga, en hann fór á fyrstu fótboltaæfinguna þriggja ára gamall og varð strax heillaður af íþróttinni. 

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson var byrjaður að sparka í fótbolta um leið og hann lærði að ganga, en hann fór á fyrstu fótboltaæfinguna þriggja ára gamall og varð strax heillaður af íþróttinni. 

Núna spilar Adam með knattspyrnufélaginu Val sem hafnaði í öðru sæti í Bestu deild karla á síðasta ári. Hann ætlar sér stóra hluti í ár og er með skýra stefnu, en árið 2021 varð hann bæði Íslands- og bikarmeistari með Víkingi og vill ólmur upplifa það aftur með Val.  

Adam Ægir er með stór markmið fyrir árið 2024!
Adam Ægir er með stór markmið fyrir árið 2024!

Hvað æfir þú margar klukkustundir á viku?

„Það er misjafnt eftir vikum en ég myndi skjóta á að ég sé að æfa svona um 15 klukkutíma á viku, en fótboltinn er samt sem áður 24/7 vinna.“

Æfingarvikurnar geta verið mismunandi, en Adam Ægir æfir í kringum …
Æfingarvikurnar geta verið mismunandi, en Adam Ægir æfir í kringum 15 klukkustundir á viku. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Ég vakna klukkan sirka átta og fæ mér morgunmat – ég fæ mér alltaf hafragraut með bönunum og kíví og þrjú egg. Það langmikilvægasta í þessu er svo Collabinn minn sem ég byrja alla morgna á.“

Adam Ægir byrjar alla daga á góðum morgunmat.
Adam Ægir byrjar alla daga á góðum morgunmat.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Hann er frekar einfaldur. Ég vakna og fæ mér morgunmat um átta leytið og er svo á æfingu frá klukkan 9.00 til sirka 13.00. Svo er misjafnt hvert ég fer að borða með strákunum í liðinu, en það má alveg einhver fara að „sponsa“ þennan lunch!

Svo fer ég oftast í kaffi eða Collab með vinum mínum og fer svo heim í lögn. Seinni partinn fer ég oftast í ræktarsalinn eða á einhvers konar aukaæfingu, það fer eftir því hvaða dagur vikunnar það er. Svo fer ég heim í kvöldmat og enda daginn í sundi með Patta vini mínum. Mér finnst gott að enda daginn í pottinum og taka saunu og kalda pottinn, en það róar hausinn eftir daginn og það verður auðveldara að sofna.“

Adam þykir gott að enda daginn á því að fara …
Adam þykir gott að enda daginn á því að fara í sund með vini sínum Patrik Atlasyni, betur þekktur sem Prettyboitjokko.

En keppnisdagur?

„Keppnisdagar eru aðeins öðruvísi. Þeir byrja á morgunmat og svo er farið í ræktina uppi í Val í kringum 11-leytið. Svo tek ég hádegismat og hvíli mig vel fyrir leikinn. Þetta er frekar einfaldur dagur – áherslan er á það að hvíla, borða og reyna að hugsa um eitthvað annað en leikinn.“

Á keppnisdegi er áhersla lögð á hvíld, góða næringu og …
Á keppnisdegi er áhersla lögð á hvíld, góða næringu og að reyna að dreifa huganum fyrir leikinn.

Áttu þér uppáhaldsminningu úr fótboltanum?

„Já, ég held að það standi upp úr þegar ég varð bæði Íslands- og bikarmeistari árið 2021 með Víkingi. Það var mjög gaman!“

Hver heldur þú að sé lykillinn að því að þú hafir komist á þann stað sem þú ert á núna?

„Ég æfði og lagði meira á mig en aðrir, 100%!“

Hve miklu máli skiptir hugarfar að þínu mati?

„Hugarfar skiptir mjög miklu máli. Það mikilvægasta fyrir mig hefur verið að læra að stjórna ofhugsunum og að fara ekki of mikið upp og heldur ekki of mikið niður.“

Adam Ægir segir rétt hugarfar vera gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttafólk.
Adam Ægir segir rétt hugarfar vera gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttafólk.

Hvernig tekst þú á við stress og mótlæti tengt æfingum og keppnum?

„Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér það vera veikleiki hjá mér. En ég hef nýtt mér sálfræðing, íþróttasálfræðing og fleira en mætti klárlega gera enn meira af því.“

Hvað finnst þér mest krefjandi við að vera afreksmaður í þinni íþrótt? En mest gefandi?

„Það sem mér finnst vera mest krefjandi er hvað þetta reynir mikið á andlegu hliðina. Á hinn bóginn er mest gefandi hvað þetta er gaman og hvað maður hefur mikla ástríðu fyrir þessu.“

Fótboltinn getur verið krefjandi líkamlega en ekki síður andlega að …
Fótboltinn getur verið krefjandi líkamlega en ekki síður andlega að sögn Adams.

Hvaða venjur leggur þú áherslu á og hvað finnst þér vera ómissandi?

„Maður er alltaf að reyna að læra meira og meira á hverjum degi af þessum eldri og reyndari leikmönnum, en það sem ég hef lært hingað til er að það er ekki bara nóg að æfa aukalega heldur þarf maður líka að fara snemma að sofa og mataræðið þarf að vera í lagi til að ná árangri.“

Patrik og Adam Ægir í góðum gír.
Patrik og Adam Ægir í góðum gír.

Ertu með einhver góð ráð fyrir ungt íþróttafólk sem vill ná langt?

„Ef þú leggur þig fram og æfir meira en allir aðrir þá mun þinni tími koma, þú þarft bara að vera þolinmóð/ur og bíða.“ 

Hvað er fram undan hjá þér?

„Að verða Íslands- og bikarmeistari með Val!“

Það er spennandi tímabil fram undan hjá Adam Ægi!
Það er spennandi tímabil fram undan hjá Adam Ægi!

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi segja að fatastíllinn minn sé þægindi númer eitt, tvö og þrjú. Svo reynir maður að vera smá ýktur inn á milli.“

Fatastíll Adams Ægis snýst fyrst og fremst um þægindi.
Fatastíll Adams Ægis snýst fyrst og fremst um þægindi.

Áttu þér uppáhaldsmerki? En uppáhaldsbúðir til að versla í?

„Ranra er klárlega uppáhaldsmerkið mitt. Ég fer í Weekday og Nebraska, þær eru góðar á Íslandi allavegana.“

Ertu með einhverja húðrútínu?

„Já, ég nota Hydrating Cleansear frá Cerave til að þrífa húðina og set svo bara klassíska rakakremið frá Cerave eftir það.“

Adam Ægir passar upp á að hugsa vel um húðina, …
Adam Ægir passar upp á að hugsa vel um húðina, en hann notar bæði hreinsi og gott rakakrem.

Áttu þér uppáhalds rakspíra?

„Ég byrjaði að koma með Erba Pura frá Xerjoff til Íslands, en nú er annar hver maður mættur með hana – en góð er hún!“

Erba Pura frá Xerjoff er í miklu uppáhaldi.
Erba Pura frá Xerjoff er í miklu uppáhaldi.
mbl.is