Nýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Sundhnúkagíga hefur verið birt. Þar sést vel umfang hraunsins sem hefur runnið úr eldgosinu.
Nýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Sundhnúkagíga hefur verið birt. Þar sést vel umfang hraunsins sem hefur runnið úr eldgosinu.
Nýtt þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Sundhnúkagíga hefur verið birt. Þar sést vel umfang hraunsins sem hefur runnið úr eldgosinu.
Líkanið var unnið af myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands, í samstarfi við almannavarnir og Háskóla Íslands, að því er segir á facebooksíðu Náttúrufræðistofnunar.
Myndirnar sem líkanið er unnið eftir voru teknar úr flugvél upp úr kl. 13 á mánudaginn.
Flatarmál hraunbreiðunnar mælist 6,14 ferkílómetrar. Eldgosið er því orðið víðfeðmara en fyrri gosin sex á Reykjanesskaga.
Virknin í eldgosinu virðist vera mun minni en á sama tíma í gær. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í stöðu mála í morgun.
Hann segir að það eigi þó eftir að koma betur í ljós hvort dregið hafi úr virkninni.
Hraunið úr gosinu rennur suður og fer ekki langt. Landris er enn í gangi en lítil skjálftavirkni hefur verið við kvikuganginn undir Svartsengi.