Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri hjá Betri samgöngum ohf., segir að tillögur Holbergs Mássonar, formanns Sjálfstæðisfélags Miðborgar og Norðurmýrar, um jarðgangakerfi á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni vera ágætt innlegg í umræðuna. Hann sjái þó vankanta á hugmyndinni við fyrstu sýn.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri hjá Betri samgöngum ohf., segir að tillögur Holbergs Mássonar, formanns Sjálfstæðisfélags Miðborgar og Norðurmýrar, um jarðgangakerfi á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni vera ágætt innlegg í umræðuna. Hann sjái þó vankanta á hugmyndinni við fyrstu sýn.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri hjá Betri samgöngum ohf., segir að tillögur Holbergs Mássonar, formanns Sjálfstæðisfélags Miðborgar og Norðurmýrar, um jarðgangakerfi á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni vera ágætt innlegg í umræðuna. Hann sjái þó vankanta á hugmyndinni við fyrstu sýn.
„Það eru margir fyrsta flokks sérfræðingar hjá okkur, Vegagerðinni, sveitarfélögunum og á verkfræðistofunum. Við skoðum allar tillögur sem koma fram hjá sérfræðingum sem og hvað er að gerast úti í heimi,“ segir Davíð.
Í tillögu Holgeirs sem birtist í grein í Morgunblaðinu í dag er rætt um að hraða megi gangagerð þannig að gerð verði jarðgöng sem eru 100 kílómetrar á höfuðborgarsvæðinu og 150 kílómetrar á landsbyggðinni. Verkefnin mætti klára á 20 árum í stað þess að vera til 85 ára líkt og núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Áætlar hann kostnaðinn um 800 milljarða króna.
Davíð segir að án þess að hafa kynnt sér hugmyndina í þaula sjái hann tvennt sem staldra þurfi við í tengslum við hana.
„Meðalferð á höfuðborgarsvæðinu er um þriggja kílómetra bílferð. Löng göng þvert um höfuðborgarsvæðið eru því ekki að fara að leysa flestar ferðir,“ segir Davíð.
Eins útheimti gangamunnar mikið pláss í borgarlandinu og ætla mætti að 100 kílómetra jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu myndu krefjast fjölda gangamunna. Þá bendir hann einnig á að þeir séu dýrir í framkvæmd.
„Í þessu samhengi má nefna að við erum að skoða göng á Miklubraut í stað stokks og líka undir Setbergshamarinn við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Við erum því ekki fráhuga jarðgöngum í þeim aðstæðum sem þau henta. En þar er þá fyrst og fremst verið að skoða stutt göng til að leysa staðbundinn vanda,“ segir Davíð.