Tónlist Swift snýr aftur á TikTok

TikTok | 11. apríl 2024

Tónlist Swift snýr aftur á TikTok

Lög bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift eru aftur orðin aðgengileg notendum á TikTok eftir langan ágreining milli samfélagsmiðilsins og Universal Music Group.

Tónlist Swift snýr aftur á TikTok

TikTok | 11. apríl 2024

Svo virðist sem að Universal og TikTok hafi gert sérstakan …
Svo virðist sem að Universal og TikTok hafi gert sérstakan samning við Taylor Swift. AFP

Lög bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift eru aftur orðin aðgengileg notendum á TikTok eftir langan ágreining milli samfélagsmiðilsins og Universal Music Group.

Lög bandarísku poppstjörnunnar Taylor Swift eru aftur orðin aðgengileg notendum á TikTok eftir langan ágreining milli samfélagsmiðilsins og Universal Music Group.

Lög poppstjörnunnar voru meðal þeirra sem voru tekin af TikTok í febrúar, þar sem samfélagsmiðillinn kínverski og Universal, sem er eitt stærsta tón­listar­fyr­ir­tæki heims, endurnýjuðu ekki samning sem rann út 31. janúar. Variety greinir frá.

Universal sakaði TikTok um að reyna að kúga fyrirtækið til þess að skrifa undir samning sem væri minna virði en fyrri samningur þeirra. Auk þess hélt fyrirtækið því fram að TikTok vildi ekki taka á áhyggjum er varða gervigreind og einkaréttarbrot.

Samfélagsmiðillinn sagði tónlistarfyrirtækið fara með rangt mál.

Virðast hafa gert sérsamning við Swift

Svo virðist sem að Universal og TikTok hafi náð sérstökum samningi við Swift, sem á sjálf réttindin að tónlistinni sinni þó Universal gefi hana út.

Frá og með deginum í dag er fjöldi laga eftir Swift aðgengileg TikTok-notendum til að setja inn í myndbönd sín. Þar á meðal eru smellir á borð við You Belong With Me, Lover, Cardigan, Cruel Summer og fleiri til.

Þó TikTok hafi fjarlægt tónlist Universal af miðlinum spretta enn upp lög eftir tónlistarmenn Universal í myndböndum, þar á meðal lög eftir Ariönu Grande og Camilu Cabello. Líklegt þykir að lögin séu sett inn af aðdáendum en grunur leikur einnig á að fulltrúar sumra listamannanna séu að bæta lögunum aftur inn á miðilinn.

mbl.is