Öllu bankaráði Landsbankans skipt út

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

Öllu bankaráði Landsbankans skipt út

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ákveðið að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans í næstu viku. Þar sem Bankasýslan heldur, fyrir hönd ríkisins, á yfir 98% hlut í bankanum er ljóst að öllu bankaráðinu verður skipt út.

Öllu bankaráði Landsbankans skipt út

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hefur ákveðið …
Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Bankasýslan hefur ákveðið að skipta út öllu bankaráðinu eftir ákvörðun stjórnarinnar að gera skuldbindandi tilboð í TM. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins hef­ur ákveðið að velja nýja ein­stak­linga sem verða til­nefnd­ir í bankaráð Lands­bank­ans á aðal­fundi hans í næstu viku. Þar sem Banka­sýsl­an held­ur, fyr­ir hönd rík­is­ins, á yfir 98% hlut í bank­an­um er ljóst að öllu bankaráðinu verður skipt út.

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins hef­ur ákveðið að velja nýja ein­stak­linga sem verða til­nefnd­ir í bankaráð Lands­bank­ans á aðal­fundi hans í næstu viku. Þar sem Banka­sýsl­an held­ur, fyr­ir hönd rík­is­ins, á yfir 98% hlut í bank­an­um er ljóst að öllu bankaráðinu verður skipt út.

Kem­ur þetta í kjöl­far skýrslu Banka­sýsl­unn­ar sem birt var í dag vegna skuld­bind­andi til­boðs Lands­bank­ans í allt hluta­fé TM trygg­inga, en Banka­sýsl­an seg­ir það gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins og að ekki hafi verið farið viðhöfð upp­lýs­inga­gjöf í sam­ræmi við samn­ing um al­menn og sér­tæk mark­mið í rekstri bank­ans.

Bankaráð Landsbankans hefur sagt að Bankasýslan hafi verið upplýst um …
Bankaráð Lands­bank­ans hef­ur sagt að Banka­sýsl­an hafi verið upp­lýst um fyr­ir­huguð kaup bank­ans á TM, en Banka­sýsl­an seg­ir kaup­in gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins og að upp­lýs­inga­gjöf hafi verið ófull­nægj­andi. Sam­sett mynd

Verður með ákvörðun Banka­sýsl­unn­ar öll­um sjö aðal­mönn­um bankaráðsins skipt út, meðal ann­ars for­manni bankaráðsins, sem og öðrum af tveim­ur vara­mönn­um.

Banka­sýsl­an hef­ur til­nefnt eft­ir­far­andi ein­stak­linga í bankaráð Lands­bank­ans:

Aðal­menn:

  • Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, formaður
  • Eva Hall­dórs­dótt­ir
  • Kristján Þ. Davíðsson
  • Re­bekka Jó­els­dótt­ir
  • Stein­unn Þor­steins­dótt­ir
  • Þór Hauks­son
  • Örn Guðmunds­son

Vara­menn:

  • Sig­urður Jón Björns­son
  • Stef­an­ía Hall­dórs­dótt­ir

Ein­ung­is Sig­urður Jón Björns­son sit­ur nú sem varamaður í bankaráðinu. Nú­ver­andi bankaráð er skipað eft­ir­far­andi ein­stak­ling­um:

Aðal­menn:

  • Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður
  • Berg­lind Svavars­dótt­ir, vara­formaður
  • Elín H. Jóns­dótt­ir
  • Guðbrand­ur Sig­urðsson
  • Guðrún Ó. Blön­dal
  • Helgi Friðjón Arn­ar­son
  • Þor­vald­ur Jac­ob­sen

Vara­menn:

  • Sig­ríður Ol­geirs­dótt­ir
  • Sig­urður Jón Björns­son
mbl.is