Bankasýsla ríkisins segir í skýrslu varðandi kaup Landsbankans á hlutafé í TM að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslunnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins.
Bankasýsla ríkisins segir í skýrslu varðandi kaup Landsbankans á hlutafé í TM að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslunnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins.
Bankasýsla ríkisins segir í skýrslu varðandi kaup Landsbankans á hlutafé í TM að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslunnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins.
Þá hafi þau ekki með þeim formlega hætti sem áður hafi verið viðhafður, ólíkt
upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023.
Þetta kemur fram í viðbrögðum Bankasýslu ríkisins við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf., ákvörðun um tilnefningar í bankaráð og næstu skref.
Bankasýsla ríkisins hefur jafnframt sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf í dag sem svar við bréfum ráðherra dags. 18. mars og 5. apríl sl. varðandi tilboð Landsbankans hf. á öllu hlutafé Kviku banka hf. í TM tryggingum hf.
Þar segir enn fremur, að tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki standi til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar.
Bankasýslan telur rökstuðning Landsbankans fyrir viðskiptunum rýran og þá sérstaklega varðandi möguleg samlegðaráhrif.
Megin niðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að: