Upplýsingagjöf ófullnægjandi og rökstuðningur rýr

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

Upplýsingagjöf ófullnægjandi og rökstuðningur rýr

Bankasýsla ríkisins segir í skýrslu varðandi kaup Landsbankans á hlutafé í TM að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslunnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins.

Upplýsingagjöf ófullnægjandi og rökstuðningur rýr

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

Bankasýsla ríkisins gagnrýnir Landsbankann.
Bankasýsla ríkisins gagnrýnir Landsbankann. Samsett mynd

Banka­sýsla rík­is­ins seg­ir í skýrslu varðandi kaup Lands­bank­ans á hluta­fé í TM að upp­lýs­inga­gjöf Lands­bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði samn­ings um al­menn og sér­tæk mark­mið í rekstri bank­ans og ákvæði eig­anda­stefnu rík­is­ins.

Banka­sýsla rík­is­ins seg­ir í skýrslu varðandi kaup Lands­bank­ans á hluta­fé í TM að upp­lýs­inga­gjöf Lands­bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði samn­ings um al­menn og sér­tæk mark­mið í rekstri bank­ans og ákvæði eig­anda­stefnu rík­is­ins.

Þá hafi þau ekki með þeim form­lega hætti sem áður hafi verið viðhafður, ólíkt
upp­lýs­inga­gjöf Lands­bank­ans til Banka­sýslu rík­is­ins um áhuga bank­ans á TM í júlí 2023.

Þetta kem­ur fram í viðbrögðum Banka­sýslu rík­is­ins við grein­ar­gerð Lands­bank­ans hf. um kaup á öllu hluta­fé í TM trygg­ing­um hf., ákvörðun um til­nefn­ing­ar í bankaráð og næstu skref.

Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur jafn­framt sent fjár­mála- og efna­hags­ráðherra bréf í dag sem svar við bréf­um ráðherra dags. 18. mars og 5. apríl sl. varðandi til­boð Lands­bank­ans hf. á öllu hluta­fé Kviku banka hf. í TM trygg­ing­um hf.

Þar seg­ir enn frem­ur, að til­boðið hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði eig­anda­stefnu rík­is­ins um áhersl­ur á arðgreiðslur og niður­greiðslur skulda rík­is­ins og lág­mörk­un á áhættu, sér­stak­lega í ljósi þess að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í bank­an­um í ná­inni framtíð. Eng­inn fyr­ir­vari hafi verið gerður í til­boði bank­ans um samþykki hlut­hafa­fund­ar.

Banka­sýsl­an tel­ur rök­stuðning Lands­bank­ans fyr­ir viðskipt­un­um rýr­an og þá sér­stak­lega varðandi mögu­leg sam­legðaráhrif.

Meg­in niður­stöður skýrsl­unn­ar eru þær að Banka­sýsla rík­is­ins tel­ur að:

  • Upp­lýs­inga­gjöf Lands­bank­ans til Banka­sýslu rík­is­ins hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði samn­ings um al­menn og sér­tæk mark­mið í rekstri bank­ans og ákvæði eig­anda­stefnu rík­is­ins. Þá voru þau ekki með þeim form­lega hætti sem áður hef­ur verið viðhafður, ólíkt upp­lýs­inga­gjöf Lands­bank­ans til Banka­sýslu rík­is­ins um áhuga bank­ans á TM í júlí 2023.
  • Til­boðið hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði eig­anda­stefnu rík­is­ins um áhersl­ur á arðgreiðslur og niður­greiðslur skulda rík­is­ins og lág­mörk­un á áhættu, sér­stak­lega í ljósi þess að ekki stend­ur til að selja hlut rík­is­ins í bank­an­um í ná­inni framtíð. Eng­inn fyr­ir­vari var gerður í til­boði bank­ans um samþykki hlut­hafa­fund­ar. • Til­boðið hafi ekki verið í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda, eins og hún birt­ist í eig­anda­stefnu rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki frá fe­brú­ar 2020 og sátt­mála um rík­is­stjórn­ar­sam­starf Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs frá nóv­em­ber 2021.
  • Bankaráð Lands­bank­ans hafi ekki gert nægi­lega grein fyr­ir at­b­urðarás sem leiddi til skuld­bind­andi til­boðs eða rök­stutt fram­lagn­ingu þess án þess að kynna Banka­sýslu rík­is­ins þau áform. 
  • Banka­sýsla rík­is­ins var grun­laus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuld­bind­andi til­boð þann 15. mars sl.
    i. án þess að Banka­sýsla rík­is­ins væri fyr­ir­fram upp­lýst,
    ii. gegn yf­ir­lýst­um vilja ráðherra,
    iii. án fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa.
mbl.is