„Við í Bankasýslunni grunlaus“

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

„Við í Bankasýslunni grunlaus“

„Við erum fyrst að bregðast við greinargerð vegna Landsbankans, í öðru lagi erum við að koma með tilnefningarnar [í nýtt bankaráð] og kynna þær og að lokum að óska eftir fundi með nýju bankaráði,“ segir Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í samtali við mbl.is um nýtt bankaráð Landsbankans í kjölfar skuldbindandi tilboðs í allt hlutafé TM trygginga sem gekk gegn eigendastefnu ríkisins.

„Við í Bankasýslunni grunlaus“

Landsbankinn kaupir TM | 12. apríl 2024

Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, fer yfir sjónarmið Bankasýslunnar í …
Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, fer yfir sjónarmið Bankasýslunnar í TM-málinu, mbl.is/Kristinn

„Við erum fyrst að bregðast við grein­ar­gerð vegna Lands­bank­ans, í öðru lagi erum við að koma með til­nefn­ing­arn­ar [í nýtt bankaráð] og kynna þær og að lok­um að óska eft­ir fundi með nýju bankaráði,“ seg­ir Tryggvi Páls­son, stjórn­ar­formaður Banka­sýslu rík­is­ins, í sam­tali við mbl.is um nýtt bankaráð Lands­bank­ans í kjöl­far skuld­bind­andi til­boðs í allt hluta­fé TM trygg­inga sem gekk gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins.

„Við erum fyrst að bregðast við grein­ar­gerð vegna Lands­bank­ans, í öðru lagi erum við að koma með til­nefn­ing­arn­ar [í nýtt bankaráð] og kynna þær og að lok­um að óska eft­ir fundi með nýju bankaráði,“ seg­ir Tryggvi Páls­son, stjórn­ar­formaður Banka­sýslu rík­is­ins, í sam­tali við mbl.is um nýtt bankaráð Lands­bank­ans í kjöl­far skuld­bind­andi til­boðs í allt hluta­fé TM trygg­inga sem gekk gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins.

Seg­ir Tryggvi fyrsta mál á dag­skrá nýs bankaráðs vera að leggja nýtt mat á fram­an­greint til­boð með aðstoð ut­anaðkom­andi ráðgjafa og leggja mat á þá kosti sem bank­inn hafi í stöðunni.

„Það ligg­ur al­veg klárt fyr­ir að það er ákvörðunin 15. mars sem sting­ur í stúf. Þar er bankaráð að koma með skuld­bind­andi til­boð sem Kvika [selj­andi TM] tek­ur og þegar þetta er gert erum við í Banka­sýsl­unni grun­laus að því leyti að við erum ekki upp­lýst um þetta með form­leg­um hætti, frum­kvæðis­skyld­an þar er á bankaráðinu,“ seg­ir stjórn­ar­formaður­inn.

Ráðherra hafði lýst and­stöðu sinni

Upp­lýs­ir hann að gang­ur máls­ins sam­kvæmt bók­inni ætti að vera sá að fjár­mála­fyr­ir­tæki, í þessu til­felli Lands­bank­inn, upp­lýsi Banka­sýsl­una sem svo upp­lýsi ráðherra. Enga slíka til­kynn­ingu, hvorki form­lega né óform­lega, seg­ir Tryggvi hafa borist Banka­sýsl­unni.

Hins veg­ar hafi bankaráðið til­kynnt um það í júlí í fyrra að áhugi væri á kaup­um á TM inn­an Lands­bank­ans og hafi þeirri til­kynn­ingu fylgt lof­orð um að Banka­sýsl­unni yrði haldið upp­lýstri.

„Ekk­ert slíkt var gert núna og í öðru lagi er þetta gert eft­ir að mánuði áður hafði ráðherra lýst yfir and­stöðu sinni auk þess sem þetta er í and­stöðu við eig­enda­stefnu rík­is­ins og sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um að draga úr hlut­deild á fjár­mála­markaði og nýta það til að byggja upp innviði,“ held­ur Tryggvi áfram.

Í þriðja lagi hafi til­boðið nú verið gert án fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa, en annað hafi verið uppi á ten­ingn­um þegar Íslands­banki gerði sitt kauptil­boð. „Við spurðum á ný­leg­um aðal­fundi Íslands­banka um það hvort slík­ur fyr­ir­vari hafi verið gerður og það var gert,“ seg­ir hann.

„Vilj­um ekki gera þeim upp slíkt“

Málið sé því í raun ein­falt frá sjón­ar­hóli Tryggva en þýði um leið að Banka­sýsl­an telji nauðsyn­legt að fá nýtt bankaráð að borðinu sem fari yfir málið og hvaða val­kosti bank­inn hafi eins og mála­vext­ir séu nú.

„Þó er vert að hafa í huga að það voru þó fyr­ir­var­ar um samþykki Fjár­mála­eft­ir­lits og Sam­keppnis­eft­ir­lits og vænt­an­lega er það meira síðari fyr­ir­var­inn sem hér reyn­ir á og reikna má með að það líði ein­hverj­ir mánuðir þar til Sam­keppnis­eft­ir­litið samþykk­ir þessi kaup,“ seg­ir Tryggvi.

Þarna virðist tölu­verð hand­vömm hafa átt sér stað hjá bankaráðinu en varla hef­ur ásetn­ing­ur þess staðið til að lauma kaup­un­um fram hjá ykk­ur?

„Nei, við vilj­um ekki gera þeim upp slíkt en þau velja samt þá aðferð – að borga þetta út með ein­hverj­um pen­ing­um og ætla síðan að gefa út víkj­andi lán í fram­hald­inu – að fara leið sem krefst ekki hluta­fjáraukn­ing­ar og samþykk­is eig­enda en þau vísa meira til þess að þetta sé inn­an þeirra tíu pró­senta marka af stærð bank­ans að þeim hafi verið heim­ilt að gera þetta. En þetta er meiri hátt­ar samn­ing­ur og tek­ur að okk­ar mati af arðgreiðslu­mögu­leik­um fyr­ir ríkið sem held­ur bet­ur er þörf á. Þetta þýðir líka að eig­in­fjárstaðan verður býsna lág þegar búið er að fulln­usta þessi kaup,“ svar­ar Tryggvi.

Ekki frek­ara högg á orðspor bank­ans

Hann vís­ar einnig í svar Banka­sýsl­unn­ar til ráðherra í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar hans um val­kosti í mál­inu og tek­ur fram að Banka­sýsl­an hafi eng­ar for­send­ur til að meta hvaða kost­ur sé þar fýsi­leg­ast­ur fyr­ir bank­ann, það mat verði í hönd­um nýs bankaráðs.

„Og við ætl­um ekki að fara fram með þeim hætti að það verði eitt­hvert frek­ara högg á orðspor Lands­bank­ans en slíkt gæti gerst ef menn færu að tala um rift­un á þessu stigi. Það verður bara að vera bankaráðið sem tek­ur ákvörðun þegar virki­lega er búið að fara yfir þetta og þá nátt­úru­lega í sam­ræmi við eig­enda­stefn­una og í sam­ræmi við að láta okk­ur vita og við mun­um þá láta ráðherra vita. Þannig er gang­ur­inn og á að vera,“ seg­ir Tryggvi Páls­son, stjórn­ar­formaður Banka­sýslu rík­is­ins, að lok­um.

mbl.is