„Chow Chow hefur alltaf verið draumategundin mín“

Dýrin | 15. apríl 2024

„Chow Chow hefur alltaf verið draumategundin mín“

Olga Ýr Georgsdóttir hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu, en hún eignaðist hundinn Emmu, sem er af tegundinni Chow Chow, fyrir einu og hálfu ári síðan og eignaðist svo sitt fyrsta barn, hann Martin, ásamt kærasta sínum Ólafi Frímanni Kristjánssyni fyrir sex mánuðum síðan. 

„Chow Chow hefur alltaf verið draumategundin mín“

Dýrin | 15. apríl 2024

Langþráður draumur Olgu Ýrar Georgsdóttur rættist fyrir einu og hálfu …
Langþráður draumur Olgu Ýrar Georgsdóttur rættist fyrir einu og hálfu ári þegar hún eignaðist hundinn Emmu. Samsett mynd

Olga Ýr Georgsdóttir hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu, en hún eignaðist hundinn Emmu, sem er af tegundinni Chow Chow, fyrir einu og hálfu ári síðan og eignaðist svo sitt fyrsta barn, hann Martin, ásamt kærasta sínum Ólafi Frímanni Kristjánssyni fyrir sex mánuðum síðan. 

Olga Ýr Georgsdóttir hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu, en hún eignaðist hundinn Emmu, sem er af tegundinni Chow Chow, fyrir einu og hálfu ári síðan og eignaðist svo sitt fyrsta barn, hann Martin, ásamt kærasta sínum Ólafi Frímanni Kristjánssyni fyrir sex mánuðum síðan. 

Olga Ýr starfar sem gagnasérfræðingur hjá Maven en er í fæðingarorlofi um þessar mundir. Hana hafði lengi dreymt um að eignast hund af tegundinni Chow Chow þegar Emma kom inn í líf hennar árið 2022. „Emma er með stóran karakter – hún er ljúfust, þrjósk og best, en stundum mætti halda að hún væri köttur í vitlausum líkama. Hún elskar að vera úti og vill helst heilsa öllum,“ segir Olga Ýr.

Emma er af tegundinni Chow Chow sem hafði lengi verið …
Emma er af tegundinni Chow Chow sem hafði lengi verið draumategund Olgu.

Hvernig lágu leiðir ykkar saman?

„Chow Chow hefur alltaf verið draumategundin mín, svo ég var búin að vera að vakta þau sem eru að rækta Chow Chow til að grípa það þegar það kæmi næst got. Loks kom got og tímasetningin hentaði okkur vel svo við óskuðum eftir að fá einn hvolp.“

„Ég gleymi ekki símtalinu þegar mér var tilkynnt að ég gæti fengið hvolp – tár og hlátur, loksins var ég að fara fá draumahundinn minn. Síðan tók við löng bið, en við vorum svo heppin með fólkið sem átti hana að þau buðu okkur að koma einu sinni í viku að heimsækja hana þangað til að við myndum taka hana heim sem stytti biðina fyrir okkur.“

Olga var í skýjunum þegar hún komst að því að …
Olga var í skýjunum þegar hún komst að því að hún fengi loksins draumahundinn.

Hvað var það sem heillaði þig við tegundina?

„Eins og ég hef tekið fram þá er Chow Chow lengi verið mín draumahundategund. Fyrst og fremst var það útlitið sem heillaði mig við tegundina. Svo sérstök, blanda af ljóni og birni með fjólubláa tungu.“

Útlit tegundarinnar heillaði Olgu strax.
Útlit tegundarinnar heillaði Olgu strax.

„Ég hafði aldrei þekkt neinn sem átti Chow Chow en var búin að kynna mér tegundina fram og aftur og vissi að einn daginn myndi ég eignast minn Chow Chow. Þetta er svo skemmtileg tegund sem fær líka mikla athygli. Það gerist nánast alltaf að þegar við förum í göngutúr þá erum við stoppuð og spurð út í Emmu, tegundina og fáum hrós fyrir hvað hún er falleg.“

Fjölskyldan fær alltaf mikla athygli þegar þau eru úti að …
Fjölskyldan fær alltaf mikla athygli þegar þau eru úti að ganga með Emmu.

Áttir þú gæludýr þegar þú varst yngri?

„Ég ólst upp með hundi, blending af Border Collie og Labrador, svo ég vissi hvað fylgdi því að eiga hund en þetta er fyrsti hundurinn hjá Óla kærasta mínum.“

Emma er fyrsti hundur Ólafs, kærasta Olgu.
Emma er fyrsti hundur Ólafs, kærasta Olgu.

Hverjir eru kostirnir við að eiga hund?

„Það eru svo margir kostir við það að eiga hund. Þetta eru litlir gleðigjafar sem eru alltaf ánægðir að sjá þig, rífa þig á fætur til þess að fara út í göngutúr í hvaða veðri sem er – sem er alltaf hressandi eftir á. Þetta er dýr sem elskar þig endalaust og bætir hversdagsleikann.“

Olga segir að því fylgi ótal kostir að eiga hund, …
Olga segir að því fylgi ótal kostir að eiga hund, enda bæti þeir mikilli ást og gleði við lífið.

En ókostirnir?

„Maður er meira bundinn, það getur verið erfiðara að fara í frí erlendis og þurfa að skilja þau eftir. Það flækir stundum hlutina og brýtur smá í manni hjartað að þurfa að skilja þau eftir. En við höfum verið svo heppin með fólkið í kringum okkur sem hefur passað hana fyrir okkur og er Emma alltaf í svo góðum höndum.“

Olga og Ólafur eru heppin að eiga góða að.
Olga og Ólafur eru heppin að eiga góða að.

Hver er ykkar daglega rútína?

„Okkar daglega rútína er voða einföld. Emma kemur og býður okkur alltaf góðan daginn. Síðan er farið út með hana í morgungöngu. Ég er í fæðingarorlofi núna svo Emma er sjaldan ein heima en fyrir það var hún ein heima á meðan við fórum í vinnuna, en stundum fékk hún líka að koma með mér í vinnuna.“

Emma byrjar daginn alltaf á morgungöngu.
Emma byrjar daginn alltaf á morgungöngu.

„Síðan er farið í kvöldgöngu með hana. Hún er mjög róleg og þægileg og finnst best að liggja uppi í gluggakistu og fylgjast með fólkinu labba fram hjá.“

Emma veit fátt betra en að koma sér vel fyrir …
Emma veit fátt betra en að koma sér vel fyrir uppi í gluggakistu og fylgjast með fólkinu sem gengur fram hjá húsinu.

Hafið þið deilt einhverri eftirminnilegri lífsreynslu eða skemmtilegum minningum?

„Við fórum með Emmu nokkrum sinnum á hundasýningar fyrsta árið. Aðal ástæðan fyrir því er að við horfðum á það sem góða umhverfisþjálfun, að vera í kringum marga aðra hunda og fólk en gera samt það sem við segjum henni að gera. Það kom svo skemmtilega á óvart að Emma hefur tvisvar sinnum unnið fyrsta sæti sem besti hundurinn í sínum aldursflokki og einu sinni í öðru sæti. Við skiljum það samt rosa vel þar sem hún er sætust og svo vinaleg en okkur fannst það samt sem áður fyndið þar sem við mættum á sýningarnar með enga reynslu og enduðum svo að taka gullið heim.“

Emma hefur tvisvar unnið gullverðlaun á hundasýningu.
Emma hefur tvisvar unnið gullverðlaun á hundasýningu.

„Hún hefur alltaf fengið svo flotta dóma og dómararnir verið alveg heillaðir upp úr skónum yfir henni, eins og svo sem flestir sem hitta Emmu. Síðan er líka dásamlegt að fylgjast með Emmu í kringum Martin son okkar. Hún er svo blíð við hann og skemmtilegt hvað Martin er farinn að taka mikið eftir henni og finnst rosa gaman að spá í henni. Ég held að þau eiga eftir að verða bestu vinir í framtíðinni.“

Olga spáir því að Martin og Emma verði bestu vinir …
Olga spáir því að Martin og Emma verði bestu vinir í framtíðinni.

Er hundurinn með einhverjar sérþarfir eða sérvisku?

„Emma er mjög stór karakter og fyndin. Hún lætur alls ekki bjóða sér hvað sem er að borða og er frekar „picky“. Síðan gerir hún þarfir sínar á mjög svo vel völdum stöðum þar sem helst enginn sér til hennar. Við erum kannski úti í göngu, síðan allt í einu hleypur hún út í móa, helst sem lengst frá okkur og finnur sér stað til þess að gera þarfir sínar, svo maður þarf oft að klöngrast á eftir henni til þess að taka upp eftir hana.“

Olga segir Emmu vera með stóran karakter.
Olga segir Emmu vera með stóran karakter.

Hvernig gengur að skipuleggja frí með dýr á heimilinu?

„Það hefur gengið vel hingað til þar sem við höfum alltaf geta fengið góða pössun fyrir hana. Maður er að sjálfsögðu meira bundinn og þarf oft að undirbúa fríin betur, svo það getur verið erfitt að hoppa til með skömmum fyrirvara. En hingað til höfum við alltaf fengið pössun fyrir hana.“

Olga viðurkennir að nú þurfi hún að skipuleggja fríin með …
Olga viðurkennir að nú þurfi hún að skipuleggja fríin með meiri fyrirvara, en þeim hefur þó alltaf tekist að finna pössun fyrir Emmu.

Einhver góð ráð til annarra gæludýraeigenda?

„Ég hugsa stundum þegar ég er þreytt og nenni lítið út í göngutúr að einn dagur hjá okkur er eins og vika í þeirra lífi, og uppáhaldstíminn hennar Emmu er að fara í göngutúra svo það er í rauninni toppurinn á „vikunni þeirra“. Það er alltaf góð hvatning og góð tilfinning eftir á að fara í göngutúr með hana.“

Olga Ýr er með gott og fallegt ráð til annarra …
Olga Ýr er með gott og fallegt ráð til annarra gæludýraeigenda.
mbl.is