Hvað einkennir ítalska kaffimenningu?

Fróðleiksmolar | 15. apríl 2024

Hvað einkennir ítalska kaffimenningu?

Heiða Skúladóttir vörumerkjastjóri hjá Danól heimsótti Ítalíu á dögunum til að kynna sér ítalska kaffimenningu nánar. Heiða tók sér marga daga til að heimsækja fjölmarga staði og einstaklinga til að afla sér frekari fróðleiks um kaffimenninguna, söguna bak við þá menningu sem hefur skapast kringum kaffið og kaffidrykkju og ekki síst framleiðsluferlið sjálft. Hér skyggnumst við í dagbók hennar um förina þar sem hún lærði meira en nokkur sinni fyrr um kaffi.

Hvað einkennir ítalska kaffimenningu?

Fróðleiksmolar | 15. apríl 2024

Einn vinsælasti kaffidrykkur Ítala Mokaccino Goloso.
Einn vinsælasti kaffidrykkur Ítala Mokaccino Goloso. Ljósmynd/Heiða Skúladóttir

Heiða Skúla­dótt­ir vörumerkja­stjóri hjá Danól heim­sótti Ítal­íu á dög­un­um til að kynna sér ít­alska kaffi­menn­ingu nán­ar. Heiða tók sér marga daga til að heim­sækja fjöl­marga staði og ein­stak­linga til að afla sér frek­ari fróðleiks um kaffi­menn­ing­una, sög­una bak við þá menn­ingu sem hef­ur skap­ast kring­um kaffið og kaffi­drykkju og ekki síst fram­leiðslu­ferlið sjálft. Hér skyggn­umst við í dag­bók henn­ar um för­ina þar sem hún lærði meira en nokk­ur sinni fyrr um kaffi.

Heiða Skúla­dótt­ir vörumerkja­stjóri hjá Danól heim­sótti Ítal­íu á dög­un­um til að kynna sér ít­alska kaffi­menn­ingu nán­ar. Heiða tók sér marga daga til að heim­sækja fjöl­marga staði og ein­stak­linga til að afla sér frek­ari fróðleiks um kaffi­menn­ing­una, sög­una bak við þá menn­ingu sem hef­ur skap­ast kring­um kaffið og kaffi­drykkju og ekki síst fram­leiðslu­ferlið sjálft. Hér skyggn­umst við í dag­bók henn­ar um för­ina þar sem hún lærði meira en nokk­ur sinni fyrr um kaffi.

Á Ítal­íu er kaffi meira en bara drykk­ur, það er þátt­ur af lífs­stíl og dag­legu lífi Ítala frá ár­inu 1580 þegar inn­flutn­ing­ur hófst á kaffi frá Egyptalandi. Sag­an seg­ir að aðilar inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar hafi upp­haf­lega talað á gegn kaffi og kallað það “drykk djöf­uls­ins,” en að páfinn sjálf­ur hafi snar­lega vísað því á bug eft­ir að hafa bragðað það sjálf­ur, sem var til þess að auka vin­sæld­ir þess­ar­ar fram­andi nýj­ung­ar enn frek­ar.

Á Ítalíu er kaffi meira en bara drykkur, það er …
Á Ítal­íu er kaffi meira en bara drykk­ur, það er þátt­ur af lífs­stíl. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Þegar við hugs­um um Ítal­íu kem­ur espresso strax til hug­ar. Espresso er sam­ein­ing­ar­tákn. Orðið „hverf­is­bar­inn“ ber allt aðra merk­ingu en hjá okk­ur, en „bar“er ein­mitt ít­alska orðið yfir kaffi­hús. Á barn­um byrja Ítal­ir dag­inn á espresso eða cappucc­ino. Þeir drekka hann stand­andi við bar­inn, í góðra vina hópi, áður en þeir halda út í dag­inn. Kaffi spil­ar stór­an þátt í fé­lags- og til­huga­lífi Ítala, en það kem­ur yf­ir­leitt alltaf við sögu á stefnu­móti eða þegar vin­ir koma sam­an.

Það er líka gam­an að segja frá því að Íslend­ing­ar eru þriðju stærstu kaffineyt­end­ur í kílóa­vís í heim­in­um miðað við höfðatölu, á eft­ir Finn­landi og Nor­egi. Það staf­ar að vísu af því að við drekk­um gjarn­an stærri kaffi­bolla og þar af leiðandi fleiri grömm af kaffi, en Ítal­ir sjálf­ir hreppa fyrsta sætið í fjölda bolla á dag.

Margmenni fyrir utan Caffè-Vini Emilio Ranzini í Torínó, en í …
Marg­menni fyr­ir utan Caffè-Vini Em­ilio Ranz­ini í Torínó, en í hús­næðinu hef­ur verið kaffi- og vín­b­ar frá ár­inu 1850. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Frum­kvöðull kaffi­blönd­un­ar og saga espresso

Sem vörumerkja­stjóri Lavazza, var ég svo hepp­in að fá tæki­færi til að upp­lifa kaffi­menn­ing­una í vöggu henn­ar, Torínó, í heim­sókn minni til Lavazza. Þar hófst saga Lavazza árið 1895 þegar Luigi Lavazza opnaði litla mat­vöru­búð. Í þá daga voru aðeins fá­an­leg­ar þrjár mis­mun­andi kaffi­baun­ir á ít­ölsk­um markaði. Luigi hafði lært efna­fræði og var frum­kvöðull þess að blanda sam­an baun­um af mis­mun­andi upp­runa. Aðeins 11 árum áður hafði viðskiptamaður­inn Ang­elo Mori­ondo kynnt nýja kaffi­vél sem bruggaði lít­inn og bragðmik­inn kaffi­bolla. Hinn heims­frægi espresso var fædd­ur, en hann dreg­ur nafn sitt af brugg­un­araðferðinni þar sem kaffið var út­búið fyr­ir hvern og einn viðskipta­vin með því að þrýsta vatni í gegn­um malað kaffi.

Fyrsta espressovélin eftir Angelo Moriondo á Museo Lavazza safninu í …
Fyrsta espressovél­in eft­ir Ang­elo Mori­ondo á Museo Lavazza safn­inu í Torínó. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Árið 1934 fór Luigi til Bras­il­íu að heim­sækja kaffi­bænd­ur, þá á átt­ræðis­aldri. Ferðin tók marg­ar vik­ur og hann ritaði í bréf­um sín­um heim að hon­um þótti afurð kaffi­plönt­unn­ar illa nýtt og of miklu hent, og hét því að breyta því. Haft er eft­ir hon­um „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem nátt­úr­an er eyðilögð“ og eru þetta orð sem Lavazza lif­ir eft­ir í dag með sjálf­bærn­is­stefnu sinni og sam­fé­lags­verk­efn­um.

Í seinni heims­styrj­öld­inni hvarf kaffi nán­ast al­veg af markaði vegna viðskipta­banns Þjóðabanda­lags­ins á Ítal­íu, og kom bygg þá inn sem staðgeng­ill kaff­is, eins lyst­ugt og það hljóm­ar. Eft­ir að bann­inu var loks aflétt juk­ust vin­sæld­ir kaff­is sem aldrei fyrr og Lavazza fjöl­skyld­an ákvað að ein­beita sér ein­göngu að kaffifram­leiðslu og Lavazza kaffi­veldið leit dags­ins ljós. Á sama tíma var mik­il ný­sköp­un í ít­alskri kaffi­menn­ingu og espresso­inn eins og við þekkj­um hann í dag varð til í Torínó í kjöl­far nýrr­ar kaffi­vél­ar kaffi­húsa­eig­and­ans Achille Gaggia, en sú vél gerði það mögu­legt að brugga enn bragð- og ilm­meiri espresso með þykkri froðu eða „crema“ á toppn­um. Árið 1957 höfðu syn­ir Luig­is tekið við rekstr­in­um og Lavazza var orðið stærsta og af­kasta­mesta kaffifyr­ir­tæki á Ítal­íu. Sama ár leit Qualità Oro dags­ins ljós og Rossa í kjöl­farið árið 1971. Blönd­urn­ar eru horn­steinn í vöru­vali Lavazza og hafa verið óbreytt­ar frá upp­hafi.

Á Museo Lavazza safninu má finna fyrsta Lavazza kaffibílinn frá …
Á Museo Lavazza safn­inu má finna fyrsta Lavazza kaffi­bíl­inn frá 1959, en hann var kaffi­b­ar á hjól­um og þótti mjög fram­sæk­in markaðssetn­ing á sín­um tíma. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Lavazza í dag og ferli kaffifram­leiðslunn­ar

Ég heim­sótti aðal­verk­smiðju Lavazza í Settimo Tor­in­ese sem var opnuð árið 1965. Fyr­ir tæp­lega 130 árum lék Luigi Lavazza sér að því að blanda sam­an og rista kaffi­baun­ir í versl­un sinni, en í dag er verk­smiðjan meira og minna sjálf­virk og fram­leiðir 500 tonn af kaffi á dag, og fjórða kyn­slóð fjöl­skyld­unn­ar tek­in við rekstr­in­um. Bæði í verk­smiðjunni sjálfri og á göt­um Torínó og kaffi­hús­um fann maður fyr­ir stolti fólks af Lavazza. Verk­smiðjan sjálf er senni­lega hrein­leg­asta hús­næði sem ég hef komið í og á hverj­um vegg héngu mynd­ir af bros­andi starfs­fólki, og nán­ast hvert ein­asta kaffi­hús sem ég heim­sótti, og þau voru ansi mörg, bjóða upp á Lavazza. Þegar ég spurði að því hvort hér væri boðið upp á Lavazza var svarið ein­fald­lega „að sjálf­sögðu!“

Við verk­smiðjuna ligg­ur einnig Ný­sköp­un­ar­miðstöð Lavazza og eitt af 55 þjálf­un­ar­setr­um á heimsvísu og jafn­framt það stærsta í heim­in­um. Þar á vöruþróun fyr­ir­tæk­is­ins sér stað og við fór­um í gegn­um ferli kaff­is­ins „úr baun í bolla.“

Þjálfunarsetur Lavazza í Torínó tekur á móti þúsundum nemenda á …
Þjálf­un­ar­set­ur Lavazza í Torínó tek­ur á móti þúsund­um nem­enda á hverju ári. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Kaffi er að mörgu leyti eins og vín; það bygg­ir á upp­skeru þar sem staðsetn­ing, veðurfar og meðhöndl­un hef­ur áhrif á loka­út­kom­una sem get­ur verið eins fjöl­breytt og upp­run­inn. Upp­skera á sér stað einu sinni á ári og fer sá tími eft­ir hverju landi. Í ávexti kaffi­plönt­unn­ar eru tvær baun­ir, en ávöxt­ur­inn er sjálf­ur gjarn­an notaður í te. Ávöxt­ur­inn er ým­ist meðhöndlaður með þvotti og þá lát­inn gerj­ast í vatni í 12 til 36 tíma eða með þurrk­un í sól­inni, en þess­ar aðferðir leiða af sér ólíkt bragð. Loks eru baun­irn­ar, enn græn­ar, hreinsaðar ým­ist með blæstri, hrist­un og ryk­sug­un. Þá má loks fara að blanda þeim. Blönd­un­in er flókið ferli sem krefst sérþekk­ing­ar og ná­kvæmni, ekki ólíkt blönd­un fínna vína og ilm­vatna. Al­geng­ustu kaffi­baun­irn­ar eru Ar­ab­ica og Robusta. Ar­ab­ica gef­ur sætt og mjúkt bragð, en Robusta er kröft­ugt, beitt og bragðmikið með mun meira kof­f­ein­inni­hald. Því er Robusta nauðsyn­legt í bragðmik­inn espresso. Á þessu stigi er ým­ist farið eft­ir upp­skrift­um að nú­ver­andi vör­um eða þróun á nýj­um blönd­um.

Við blönd­un eru eft­ir­far­andi eig­in­leik­ar hafðir í huga: sýra, jafn­vægi og styrk­leiki. Til að meta ein­kenni baun­anna er notuð svo­kölluð „cupping aðferð“ sem er ferli í mörg­um skref­um og krefst mik­ill­ar kunn­áttu og þjálf­un­ar. Sá sem fram­kvæm­ir þetta mat er svo kallaður Q ein­kunn­ar­gjafi, sem svip­ar til somm­eliers í vín­heim­in­um, og á sá aðili að baki langt þjálf­un­ar­ferli og hef­ur staðist þung próf.

  • Sýra: má al­mennt finna í Ar­ab­ica, hita­stig og veðurfar rækt­un­ar­inn­ar hef­ur áhrif á það hvort hún leiði af sér tóna af sítrus, ávöxt­um eða blóm­um.
  • Jafn­vægi: má finna í bæði Ar­ab­ica og Robusta. Þess­ar baun­ir gefa blönd­unni jafn­vægi og sæt­leika og ein­kenn­ist af tón­um af súkkulaði, kexi, þurrkuðum ávöxt­um og kara­mellu.
  • Styrk­leiki: þá eru Robusta baun­ir kröft­ug­ast­ar, þá sér­stak­lega frá Afr­íku og Asíu. Robusta er notað til að gefa blönd­unni auk­inn styrk­leika, kröft­ugt bragð og tóna af hnet­um, við, kryddi og kakó.
„Cupping“ er notað til að meta einkenni kaffibauna.
„Cupping“ er notað til að meta ein­kenni kaffi­bauna. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Það eru tvenns kon­ar aðferðir notaðar til að rista baun­irn­ar; með heitu lofti, sem gef­ur jafna rist­un, eða í trommu, sem gef­ur kröft­ugra bragð. Rist­un­araðferð, hita­stig og tíma­lengd er mis­mun­andi fyr­ir hverja blöndu og leiðir af sér ein­staka út­komu. Eft­ir rist­un fara baun­irn­ar í gegn­um annað hreins­un­ar­ferli. Að því loknu eru baun­irn­ar til­bún­ar til möl­un­ar eða pökk­un­ar.

Á öll­um stig­um fram­leiðslu­fer­ils­ins hef­ur Lavazza gæðaeft­ir­lit til að tryggja hæsta gæðastig hverr­ar baun­ar. Þær baun­ir sem mæta ekki kröf­um fyr­ir­tæk­is­ins fara þó ekki til spill­is, held­ur eru seld­ar aft­ur inn­an kaffi­markaðsins. Þannig fáum við fjöl­breytta gæðaflokk­un kaff­is og fram­leiðanda, en Lavazza ger­ir enn fleiri gæðapróf­an­ir en reglu­gerðir segja til um. Þó svo að ein­kenni baun­ar­inn­ar breyt­ast með hverri upp­skeru, þá ger­ir þessi flokk­un fram­leiðend­um kleift að viðhalda blönd­un­um í hverri fram­leiðslu.

Krafa um al­gjöra full­komn­un hverr­ar baun­ar

Til viðbót­ar við hinar al­mennu vöru­lín­ur Lavazza, fram­leiða þau einnig „sér­valið kaffi“ (Speciality cof­fee) und­ir for­merkj­um 1895 by Lavazza. Þar er gerð krafa um al­gjöra full­komn­un hverr­ar baun­ar frá út­völd­um kaffi­rækt­end­um, sem leiðir af sér afar tak­markað fram­leiðslu­magn eða 500 til 600 kg í hverri lotu. Svo lítið magn býður upp á ör­ari vöruþróun yfir 900 pör­un­ar­mögu­leika og meiri list­ræna tján­ingu. Þá þarf meðal­ein­kunn baun­ar­inn­ar að mati Q ein­kunn­ar­gjaf­ar í öll­um kröf­uliðum að vera hærri en 80 til að fá titil­inn sér­valið eða speciality.“ Vöru­lín­ur 1895 skipt­ast í microlot­ur, stak­an upp­runa (single orig­in) og sér­vals blönd­ur. Verk­smiðja 1895 er lista­verk út af fyr­ir sig, en þar býðst gest­um að ganga í geng­um alla fram­leiðsluna eins og lista­safn og fræðast um sögu kaffi­baun­ar­inn­ar og ferlið á gagn­virk­an og sjón­ræn­an máta. Sér­stök nefnd vel­ur hverj­ir njóta þess heiðurs að selja 1895 blönd­urn­ar en þær má finna í elstu og virðuleg­ustu kaffi- og veit­inga­hús­um á Ítal­íu sem og flagg­skipskaffi­hús­um Lavazza.

Framleiðslusalur 1895 er listaverk út af fyrir sig.
Fram­leiðslu­sal­ur 1895 er lista­verk út af fyr­ir sig. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir
Bragðflokkahjól kaffis og gufukúlur með helstu ilmtónum kaffis fyrir gesti …
Bragðflokka­hjól kaff­is og gufu­kúl­ur með helstu ilmtón­um kaff­is fyr­ir gesti að upp­lifa. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Í dag er Lavazza einn stærsti kaffifram­leiðandi í heimi með yfir 4000 sam­starfsaðila víðs veg­ar um heim, 9 verk­smiðjur og út­flutn­ing til 140 landa, en held­ur enn fast í ræt­ur sín­ar í Torínó. Fram­sækni ein­kenn­ir enn fyr­ir­tækið og árið 2015 varð Lavazza enn á ný brautryðjandi á sínu sviði, en þá var fyrsti espresso­inn bruggaður í geimn­um með sér­hönnuðu kaffi­vél­inni IS­Spresso í sam­starfi við Argotec, geim­verk­fræðistofu frá Torínó.

Víðsvegar um Torínó má finna listaverk á 17 byggingum. Þau …
Víðsveg­ar um Torínó má finna lista­verk á 17 bygg­ing­um. Þau eru hluti af sam­fé­lags­verk­efni Lavazza sem unnið er út frá 17 heims­mark­miðum Sam­einuþjóðanna um sjálf­bæra þróun. Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Með orð Lug­is Lavazza að leiðarljósi var Lavazza sjóður­inn (Fondazi­o­ne Lavazza) stofnaður árið 2004, en hann vinn­ur að því að stuðla að sjálf­bærni, kynja­jafn­rétti, nátt­úru­vernd og efna­hags­stöðug­leika í þeim sam­fé­lög­um sem kaffi­baun­ir Lavazza draga upp­runa sinn til. Þá stend­ur Lavazza fyr­ir þjálf­un kaffi­bænda til kaffi­rækt­un­ar og viðbragða við hlýn­un jarðar, ný­sköp­un og rekstr­ar­stjórn­un, sem og  vernd­un landsvæða og regn­skóga. Sjóður­inn vinn­ur nú að 33 verk­efn­um í 20 lönd­um og þrem­ur heims­álf­um.

Ljós­mynd/​Heiða Skúla­dótt­ir

Upp­skrift að vin­sæl­asta drykkn­um

Í flagg­skipskaffi­húsi Lavazza í Mílanó má finna góm­sætt ít­alskt bakk­elsi, hefðbundna og óhefðbundna rétti og fram­andi kaffi­drykki. Einn vin­sæl­asti drykk­ur kaffi­húss­ins er Mokacc­ino Go­loso sem er hesli­hnetu og súkkulaði espressodraum­ur bor­inn fram í espresso­bolla. Lyk­ill­inn að drykkn­um er Gi­anduja sem er súkkulaði- og hesli­hnetukrem sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Torínó.

Mokacc­ino Go­loso

  • Gi­anduja eða sam­bæri­legt súkkulaði- og hesli­hnetukrem
  • Ein­fald­ur espresso
  • Þeytt­ur rjómi

Aðferð:

  1. Smyrjið boll­ann að inn­an með Gi­anduja, gott er að miða við þrjár strok­ur.
  2. Hellið upp á ein­fald­an espresso í boll­ann.
  3. Toppið með þeytt­um rjóma.

Ein­falt heima­til­búið Gi­anduja

  • Súkkulaði (dökkt eða mjólk­ur eft­ir smekk)
  • Hesli­hnet­ur, hýðis­laus­ar

Aðferð:

  1. Ristið hesli­hnet­urn­ar í miðjum ofni við 180°C í 15 mín­út­ur eða þar til þær gyll­ast. Snúið þeim reglu­lega og gætið þess að þær brenni ekki.
  2. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  3. Hakkið hesli­hnet­urn­ar í mat­vinnslu­vél eða bland­ara þar til þær verða að mauki.
  4. Bætið við súkkulaðinu þar til bland­an verður krem­kennd.
  5. Berið fram í fal­leg­um bolla og njótið.
mbl.is