Matgæðingurinn Helgi Björn og heilaga þrenningin

Uppskriftir | 15. apríl 2024

Matgæðingurinn Helgi Björn og heilaga þrenningin

Helgi Björn forstöðumaður Netgíró hjá Kviku banka og matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er ómótstæðilega girnilegur. Helgi Björn veit fátt betra en að njóta góðs matar með konu sinni.

Matgæðingurinn Helgi Björn og heilaga þrenningin

Uppskriftir | 15. apríl 2024

Helgi Björn Kristinsson á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni …
Helgi Björn Kristinsson á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er ómótstæðilega girnilegur. mbl.is./Kristinn Magnússon

Helgi Björn forstöðumaður Netgíró hjá Kviku banka og matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er ómótstæðilega girnilegur. Helgi Björn veit fátt betra en að njóta góðs matar með konu sinni.

Helgi Björn forstöðumaður Netgíró hjá Kviku banka og matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er ómótstæðilega girnilegur. Helgi Björn veit fátt betra en að njóta góðs matar með konu sinni.

Gaman að sjá hve íslensk netverslun vex hratt

Helgi Björn hefur verið með Netgíró í um átta ár og segir að það hafi verið einkar skemmtilegt að ferðast með fyrirtækinu úr því að vera lítið sprota-fyrirtæki yfir í það að velta yfir tug milljarða á ári. „Sífellt fleiri verslanir eru að bætast við hjá Netgíró og er sérstaklega gaman sjá hvað íslensk netverslun er að vaxa hratt um þessar mundir. Þegar við segjum að Netgíró sé öruggt og þægilegt sérstaklega í netverslun þá erum við ekkert að grínast í heimi þar sem greiðslukortasvik eru að vaxa gríðarlega.“

Hin heilaga þrenning

Helgi Björn viðurkennir að hann sé ekki nema hálfdrættingur í matreiðslu í samborið við eiginkonuna Helgu Ólafs. „Nú þegar krakkarnir eru farnir að heiman og við erum tvö eftir í kotinu hefur matreiðslan í miðri viku orðið meira áhugamál heldur en þetta var þegar börnin voru heima. Um helgar getur svo orðið oft ansi fjörugt því við eigum þrjú börn og sex barnabörn.

Í dag þegar við erum tvö að elda eru tvö hráefni sem er nauðsynlegt að eiga þ.e. rauðvín og góða tónlist. Gott vín, góð tónlist og góður matur er er allt að því heilög þrenning. Við hjónin tölum einnig um þegar vel tekst til að rétturinn sé fullur af ást sem einnig gerir alla matargerð betri og er X-faktorinn,“ segir Helgi Björn að lokum.

Hér kemur vikumatseðillinn í boði Helga Björns.

Mánudagur - Ítalskt melanzane alla parmigiana

„Ég tel mikilvægt að hafa eitthvað gott í upphafi vikunnar og það er einhver galdur í ítalskri matargerð sem erfitt er að toppa, góð ítölsk tónlist helst frá 1960 getur breytt öllu og þú gleymir að það sé mánudagur.“

Ekta ítalskt melanzane alla parmigiana þar sem eggaldin er í …
Ekta ítalskt melanzane alla parmigiana þar sem eggaldin er í aðalhlutverki ásamt tómötum og mozzarella osti. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þriðjudagur - Smjörbaunir með grænkáli og tómötum

„Við hjónin erum að reyna borða meira að baunum og baunaréttum. Frábær leið til að fá prótín fyrir líkaman og síðan verður maður svo þægilega mettur. Ætti að vera á boðstólum í hverri viku og er einnig ódýrt og gott.“

Baunarétturinn
Baunarétturinn Ljósmynd/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Miðvikudagur - Ofnbökuð langa í Balí-sósu

„Það er nauðsynlegt að hafa fisk að lágmarki einu sinni í viku og þessi langa er sérstaklega góð og ekki flókin.“

Girnilegur ofnbakaður fiskréttur, langa í Balí-sósu.
Girnilegur ofnbakaður fiskréttur, langa í Balí-sósu. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Fimmtudagur - Ómótstæðilegt andasalat með appelsínusósu

„Smá sparisalat sem hægt er að gera samkvæmt uppskrift en einnig að styðjast við og nota það sem til er svo ekkert fari til spillis í ísskápnum.“

Ómótstæðilegt andasalat borið fram með hnetublöndu og appelsínusósu.
Ómótstæðilegt andasalat borið fram með hnetublöndu og appelsínusósu. Ljósmynd/Jón K. B. Sigfússon

Föstudagur - Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitarosti

„Þessi réttur kallar á gott hvítvín og það er eitthvað við geitarost og hnetur sem gerir allt svo spennandi.“

Þessi lítur vel út.
Þessi lítur vel út. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hér er spennandi sósa með lambinu sem poppar það smá upp og gerir extra spennandi.“

Lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu.
Lambafillet með kremaðri sinnepssósu að hætti Erlu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hægeldaðir lambaskankar er frábær réttur þegar við erum að fá alla fjölskylduna í sunnudagsmat sérstaklega á veturna.“

Dýrðlegir lambaskankar sem gleðja bragðlaukana.
Dýrðlegir lambaskankar sem gleðja bragðlaukana. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
mbl.is