Um 90% íbúa á höfuðborgarsvæðinu flokka matarleifar til endurvinnslu ef marka má niðurstöður neyslukönnunar Gallup sem unnin var fyrir Sorpu. Um er að ræða netkönnun sem gerð var dagana 15. desember 2023 til 7. janúar 2024. Könnunin náði til landsins alls og var þátttökuhlutfall 43%. Niðurstöðurnar voru kynntar í skýrslu sem lögð var fyrir stjórn Sorpu á dögunum.
Um 90% íbúa á höfuðborgarsvæðinu flokka matarleifar til endurvinnslu ef marka má niðurstöður neyslukönnunar Gallup sem unnin var fyrir Sorpu. Um er að ræða netkönnun sem gerð var dagana 15. desember 2023 til 7. janúar 2024. Könnunin náði til landsins alls og var þátttökuhlutfall 43%. Niðurstöðurnar voru kynntar í skýrslu sem lögð var fyrir stjórn Sorpu á dögunum.
Um 90% íbúa á höfuðborgarsvæðinu flokka matarleifar til endurvinnslu ef marka má niðurstöður neyslukönnunar Gallup sem unnin var fyrir Sorpu. Um er að ræða netkönnun sem gerð var dagana 15. desember 2023 til 7. janúar 2024. Könnunin náði til landsins alls og var þátttökuhlutfall 43%. Niðurstöðurnar voru kynntar í skýrslu sem lögð var fyrir stjórn Sorpu á dögunum.
Í niðurstöðunum kemur fram að heimsóknum á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma hefur fjölgað milli ára. Samkvæmt könnuninni fer hver íbúi 14 sinnum á endurvinnslustöðvar og 13,7 sinnum í grenndargáma. Þá fer hver íbúi 3,4 sinnum að meðaltali með föt eða vefnaðarvöru í fatagáma.
Ánægja með þjónustu á endurvinnslustöðvum hefur vaxið lítillega á milli ára en ánægja með grenndarstöðvar minnkaði hins vegar frá 2022 til 2023. Í fyrra voru 56% mjög eða frekar ánægð með grenndarstöðvarnar en 19% frekar eða mjög óánægð. Fimmtungur aðspurðra kveðst telja að Sorpa megi bæta aðgengi, lengja afgreiðslutíma og fjölga staðsetningum og 14% vilja sjá tíðari losun.
Flokkun úrgangs virðist orðin mjög almenn. Þannig segjast 98% flokka pappír og pappa og sama hlutfall á við skilagjaldsskyldar umbúðir, 94% flokka plast, 79% glerumbúðir og 65% málma. Aukning er milli ára í öllum flokkum nema í flokkun á fatnaði, vefnaðarvöru og skóm. Í fyrra kvaðst 81% flokka slíkt en árið áður gerðu 87% það.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.