Fór í brúðkaupsferð heim til Clooney

Ítalía | 16. apríl 2024

Fór í brúðkaupsferð heim til Clooney

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis dvaldi í villu George Clooney við Como-vatn í brúðkaupsferð sinni. Davis gekk í hjónaband með leikaranum Julius Tennon árið 2003. Davis hefur leikið í nokkrum myndum með George Clooney og bauð leikarinn Davis að dvelja í villunni sinni í brúðkaupsferðinni. 

Fór í brúðkaupsferð heim til Clooney

Ítalía | 16. apríl 2024

George Clooney bauð vinkonu sinni Violu Davis að nota villuna …
George Clooney bauð vinkonu sinni Violu Davis að nota villuna sína. Clooney er maður orða sinna. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis dvaldi í villu George Clooney við Como-vatn í brúðkaupsferð sinni. Davis gekk í hjónaband með leikaranum Julius Tennon árið 2003. Davis hefur leikið í nokkrum myndum með George Clooney og bauð leikarinn Davis að dvelja í villunni sinni í brúðkaupsferðinni. 

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis dvaldi í villu George Clooney við Como-vatn í brúðkaupsferð sinni. Davis gekk í hjónaband með leikaranum Julius Tennon árið 2003. Davis hefur leikið í nokkrum myndum með George Clooney og bauð leikarinn Davis að dvelja í villunni sinni í brúðkaupsferðinni. 

„Reyndar hringdi ég og spurði hvenær við gætum komið,“ sagði Davis í viðtali við People um boðið. En hún vildi ekki missa af tækifærinu. 

Davis og Tennon flugu til Ítalíu og voru orðlaus yfir gestrisni Clooney. Eftir ferðina fór Davis að hugsa um Hollywood á annan hátt en hún hafði áður gert. Áður fyrr var hún viss um að góðmennskan væri yfirborðskennd og gervi. 

Hjónin hugsa enn um tímann á Ítalíu.

„Og málið er, og ég ætla ekki að ljúga, við Julius erum enn að reyna komast aftur,“ segir Davis. Hún segist nýta hvert skipti sem hún getur til að minna Clooney á þegar hún fékk villuna hans á Ítalíu lánaða. 

Julius Tennon og Viola Davis nutu gestrisni George Clooney þegar …
Julius Tennon og Viola Davis nutu gestrisni George Clooney þegar þau fóru í brúðkaupsferð. AFP/Jason Merritt

Ekki hægt að hugsa sér betra frí

Lúxusvilla George Clooney er ein frægasta villan við Como-vatn. „Villan er umkringd svissnesku ölpunum og vatni,“ sagði Davis þegar hún lýsir villunni. „Svo þetta er besta fríið sem þú getur nokkurn tímann ímyndað þér, en það er líka mjög heimilislegt. Og það er andrúmsloftið sem hann skapaði.“

„Við vorum einu gestirnir í villunni,“ sagði Davis og gátu þau valið um herbergi. Á meðan þau dvöldu við Como-vatn borðuðu þau aðeins það besta sem sem völ var á, fjögurra og fimm rétta máltíðir á hverju kvöldi.  

Nýbúinn að kaupa villuna

Davis og George Clooney léku í myndunum Solaris, Out of Sight og Syriana saman. 

„Ég var nýbúinn að kaupa húsið,“ sagði Clooney í viðtali rétt fyrir brúðkaupsferðina. „Ég reyndi að fá hana til þess að hætta við. En það virkaði ekki svo ég fékk hana til þess að fara í brúðkaupsferð heim til mín.“

Leikarinn og leikstjórinn George Clooney er góður maður.
Leikarinn og leikstjórinn George Clooney er góður maður. AFP/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT
mbl.is