Lúxus núðluréttur á mettíma

Uppskriftir | 16. apríl 2024

Lúxus núðlurréttur á mettíma

Margrét Ríkharðsdóttir, alla jafna kölluð Magga, yfirkokkur og einn eigenda á veitingastaðnum Duck & Rose toppar sig enn og aftur með þessum snilldar lúxus núðlurétti hægt er að galdra fram á mettíma. Svo góður og fáránlega einfaldur.

Lúxus núðlurréttur á mettíma

Uppskriftir | 16. apríl 2024

Lúxus núðluréttur að hætti Möggu Ríkharðs galdraður fram á mettíma.
Lúxus núðluréttur að hætti Möggu Ríkharðs galdraður fram á mettíma. mbl.is/Árni Sæberg

Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir, alla jafna kölluð Magga, yfir­kokk­ur og einn eig­enda á veit­ingastaðnum Duck & Rose topp­ar sig enn og aft­ur með þess­um snilld­ar lúx­us núðlurétti hægt er að galdra fram á mettíma. Svo góður og fá­rán­lega ein­fald­ur.

Mar­grét Rík­h­arðsdótt­ir, alla jafna kölluð Magga, yfir­kokk­ur og einn eig­enda á veit­ingastaðnum Duck & Rose topp­ar sig enn og aft­ur með þess­um snilld­ar lúx­us núðlurétti hægt er að galdra fram á mettíma. Svo góður og fá­rán­lega ein­fald­ur.

Margrét Ríkarðsdóttir nýtur þess að borða þennan núðlurétt með prjónum, …
Mar­grét Rík­arðsdótt­ir nýt­ur þess að borða þenn­an núðlurétt með prjón­um, finnst það skapa meiri stemn­ingu með verið er að njóta mat­ar­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Þetta er minn „go to“ rétt­ur þegar ég nenni ekki að elda eða lang­ar í eitt­hvað extra næs með lít­illi fyr­ir­höfn. Það tek­ur enga stund að galdra þenn­an núðlurétt fram. Þetta er líka rétt­ur sem ég hendi oft í ef ég var með steik kvöldið áður og þá nota ég af­gangskjötið. Það má auðvitað nota hvaða græn­meti í rétt­inn og til­valið að grípa það sem er til í kæl­in­um,“ seg­ir Magga og bros­ir.

Æðislegur núðluréttur sem sprengir allan skalann.
Æðis­leg­ur núðlurétt­ur sem spreng­ir all­an skalann. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lúx­us núðlur á mettíma

Fyr­ir 4

  • 400-500 g nauta mín­útu­steik (ef þú átt af­gangs nauta­kjöt frá kvöld­inu áður sem er eldað er líka full­komið að nota það)
  • 4 pk. Thai choice núðlur með tom yum bragði, sniðugt að vera með kjúk­linga­bragð fyr­ir börn svo sé ekki of sterkt
  • ½ flaska Thai choice ter­iyak­isósa
  • 2 dl vatn
  • Ferskt kórí­and­er ef vill
  • Hun­angs­hnet­ur ef vill
  • 1 haus brok­kolí
  •  1 stk. rauð paprika
  • 4 stk. gul­ræt­ur
  • 1 stk. ferskt chili, má sleppa
  • 8 geir­ar hvít­lauk­ur eða 2 heil­ir hvít­lauk­ar
  • 1 kubb­ur kjúk­lingakraft­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja vatn í pott fyr­ir núðlurn­ar og látið það sjóða á meðan þið skerið græn­metið.
  2. Takið hvít­lauk­inn og chili til hliðar en það fer síðar á pönn­una.
  3. Þegar græn­metið er klárt þá bætið þið því á fun­heita pönnu með smá olíu.
  4. Allra best er að nota wok pönnu en það er hægt að nota hvernig pönnu sem er.
  5. Meðan þið steikið græn­metið er upp­lagt að skera kjötið í munn­stærðar bita.
  6. Bætið síðan kjöt­inu út á pönn­una og steikið.
  7. Þegar kjötið er búið að brún­ast bætið þá sam­an við hvít­lauk og chili og smá kjúk­lingakrafti.
  8. Loks bætið þið við ter­iyak­isós­unni og vatn­inu og látið suðuna koma upp og lækkið síðan hit­ann í 1-2 og leyfið að malla á pönn­unni meðan þið sjóðið núðlurn­ar.
  9. Sjóðið núðlurn­ar aðeins leng­ur held­ur en stend­ur á pakkn­ing­unni.
  10.  Hellið síðan öllu vatn­inu af  og setjið kryddið út í pott­inn og hrærið vel.
  11. Setjið loks núðlurn­ar í skál, kjötið, græn­metið og sós­una svo yfir. Ef þið eigið góðar hnet­ur er til­valið að saxa smá af þeim yfir og ásamt smá fersku kórí­and­er en það er ekki nauðsyn.
  12. Berið fram með prjón­um ef ykk­ur lang­ar að vera með extra stemn­ingu, það er ávallt gam­an að borða núðlur með prjón­um.
mbl.is