Niðurstaða MDE hefur engin bein réttaráhrif

Alþingiskosningar 2021 | 16. apríl 2024

Niðurstaða MDE hefur engin bein réttaráhrif

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hefur engin bein réttaráhrif á Íslandi að sögn forseta Alþingis. Engu að síður þarf að taka til umræðu hvernig bregðast skuli við niðurstöðu dómstólsins.

Niðurstaða MDE hefur engin bein réttaráhrif

Alþingiskosningar 2021 | 16. apríl 2024

Birgir var formaður í bæði undirbúningsnefnd kjörbréfa og kjörbréfanefnd árið …
Birgir var formaður í bæði undirbúningsnefnd kjörbréfa og kjörbréfanefnd árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hefur engin bein réttaráhrif á Íslandi að sögn forseta Alþingis. Engu að síður þarf að taka til umræðu hvernig bregðast skuli við niðurstöðu dómstólsins.

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hefur engin bein réttaráhrif á Íslandi að sögn forseta Alþingis. Engu að síður þarf að taka til umræðu hvernig bregðast skuli við niðurstöðu dómstólsins.

„Nú er það þannig að íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að það sé þingið sem hefur úrskurðarvald í kosningum. Það er það sem Mannréttindadómstóllinn er að setja út á.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur ekki bein réttaráhrif eða ryður ekki til hliðar ákvæðum íslenskrar stjórnskipunar að þessu leyti,“ segir Birgir Ármannsson í samtali við mbl.is.

Mismunandi fyrirkomulag á Norðurlöndum

Samkvæmt niðurstöðu MDE braut íslenska ríkið gegn rétti borg­ara til frjálsra kosn­inga sem og gegn meg­in­reglu um skil­virk réttar­úr­ræði í kosn­ing­un­um til Alþing­is árið 2021. Að mati dóms­ins var kjör­bréfa­nefnd­in hlut­læg og sann­gjörn í sinni at­hug­un en af­greiðsla alþing­is­manna var tal­in póli­tísk þar sem þeim var fengið vald til að ráða ör­lög­um sín­um sjálf­ir.

Birgir segir að á umliðnum árum hafi komið fram umræður um að breyta fyrirkomulaginu að þessu leyti og hann gerir ráð fyrir því að slíkar og umræður muni halda áfram.

Telur þú að þessu þurfi að breyta?

„Það er hægt að fara mismunandi leiðir í þessu sambandi, það er alveg ljóst. Það eru farnar mismunandi leiðir í löndunum í kringum okkur. Við erum með sambærilegt ákvæði og Danir en Norðmenn eru tiltölulega nýbúnir að breyta sínu fyrirkomulagi og svo hafa Svíar enn eitt fyrirkomulag. Það er auðvitað það sem við þurfum að taka til umræðu núna þegar þessi niðurstaða liggur fyrir – hvernig við viljum bregðast við að því leyti.“

Störf kjörbréfanefndar sanngjörn og hlutlæg

Birgir var formaður í bæði undirbúningsnefnd kjörbréfa og kjörbréfanefnd meðan á þessu stóð árið 2021. Eins og fyrr segir komst MDE að þeirri niðurstöðu að kjör­bréfa­nefnd­in hafi verið hlut­læg og sann­gjörn í sinni at­hug­un.

„Það er út af fyrir sig ánægjulegt enda vorum við að reyna að vanda okkur en hins vegar þá auðvitað tókum við ákvarðanir á grundvelli stjórnarskrárinnar og þess hlutverks sem okkur var falið samkvæmt stjórnarskrá og lögum,“ segir Birgir.

Gerir ráð fyrir frekari umræðum

Spurður hvert framhaldið sé í kjölfar niðurstöðu MDE segir Birgir:

„Þetta hefur engin bein áhrif en auðvitað mun umræða um fyrirkomulag þessara mála halda áfram. Ég nefni að það hafa komið fram á ýmsum tímum tillögur um að breyta þessu fyrirkomulagi, nú síðast í greinargerð sem Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður skrifaði fyrir forsætisráðherra síðastliðið haust. Ég geri bara ráð fyrir því að þær umræður haldi áfram á þessum grundvelli.“

mbl.is