Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.
Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.
Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.
Kvikmyndastjórinn Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr skammbyssu sem að leikarinn Alec Baldwin miðaði á hana þegar verið var að undirbúa atriði. Hutchins lést samstundis. Joel Souza, leikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hlaut minniháttar meiðsl.
Gutierrez-Reed var í kjölfarið ákærð fyrir að hafa hlaðið skammbyssuna með alvöru byssukúlum, en byssan var leikmunur. Gutierrez-Reed er sögð hafa verið timbruð þegar hún hlóð byssuna.
Baldwin er einnig ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en réttað verður yfir leikaranum í júlí. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 18 mánaða fangelsisdóm.