Stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð

Alþingiskosningar 2021 | 16. apríl 2024

Stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og fyrrverandi frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, fagnar fullnaðarsigri fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu gegn íslenska ríkinu.

Stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð

Alþingiskosningar 2021 | 16. apríl 2024

Magnús Davíð Norðdahl.
Magnús Davíð Norðdahl. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og fyrrverandi frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, fagnar fullnaðarsigri fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu gegn íslenska ríkinu.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og fyrrverandi frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, fagnar fullnaðarsigri fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu gegn íslenska ríkinu.

Ríkið var dæmt brotlegt gegn rétti borg­ara til frjálsra kosn­inga sem og gegn meg­in­reglu um skil­virk réttar­úr­ræði í kosn­ing­un­um til Alþing­is árið 2021.

„Það var auðvitað einstaklega ánægjulegt að sjá það að dómstóllinn tekur undir sjónarmið okkar og dæmir okkur í vil í þessu máli,“ segir Magnús í samtali við mbl.is.

„Okkar stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að þú getir bara kært til Alþingis. Það er þá Alþingi sjálft sem ákveður hvort að kosningar séu gildar eða ekki. Það er auðvitað svolítið ankannalegt að sá sem sigrar í kosningum sé síðan í þeirri stöðu að leggja blessun yfir sömu kosningar sem þeir unnu. Það er þetta sem dómstóllinn bendir á og það er þetta sem íslensk stjórnvöld verða að sjálfsögðu að laga.“

Vill opið og heiðarlegt samtal

Magnús segir málinu nú lokið réttarfarslega en að stjórnvöld þurfi að gera viðeigandi ráðstafanir.

Annars vegar þurfi þau að axla ábyrgð með einhverjum hætti og vera reiðubúin í opið og heiðarlegt samtal um það sem miður fór.

Hins vegar þurfi að gera breytingar á stjórnarskrá þannig að tryggt sé að það sé ekki Alþingi sjálft sem að kveði upp úr með það hvort kosningar hafi verið gildar eða ekki.

„Það fyrirkomulag gengur ekki upp. Við þurfum að koma þessum stjórnarskrárbreytingum hvað þetta varðar í gegn eins hratt og mögulegt er. En eins og við þekkjum þá þarf auðvitað að kjósa í millitíðinni til að slíkar breytingar séu orðnar að lögum. Nýtt þing þarf líka að samþykkja slíkar breytingar. En þetta þarf auðvitað að klára, við verðum að tryggja það að við búum í öflugu lýðræðissamfélagi.“ 

mbl.is