Alvöru morgunverðarpanna fyrir þá sem elska egg

Uppskriftir | 17. apríl 2024

Alvöru morgunverðarpanna fyrir þá sem elska egg

Hér eru saman komin egg, avókadó og cheddar ostur sem er fullkomin blanda fyrir góðan morgunmat. Rétturinn er borinn fram á pönnu og lítur dásamlega vel út. Þetta er alvöru morgunmatur fyrir þá sem elska egg. Uppskriftinni deildi Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari með fylgjendum sínum á Instagram síðu sinni á dögunum. Hún sá þessa uppskrift í Half Baked Harvest bók sem hún á  og rétturinn heillaði hana upp úr skónum.

Alvöru morgunverðarpanna fyrir þá sem elska egg

Uppskriftir | 17. apríl 2024

Falleg morgunverðarpanna sem gleður alla þá sem elska egg.
Falleg morgunverðarpanna sem gleður alla þá sem elska egg. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér eru saman komin egg, avókadó og cheddar ostur sem er fullkomin blanda fyrir góðan morgunmat. Rétturinn er borinn fram á pönnu og lítur dásamlega vel út. Þetta er alvöru morgunmatur fyrir þá sem elska egg. Uppskriftinni deildi Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari með fylgjendum sínum á Instagram síðu sinni á dögunum. Hún sá þessa uppskrift í Half Baked Harvest bók sem hún á  og rétturinn heillaði hana upp úr skónum.

Hér eru saman komin egg, avókadó og cheddar ostur sem er fullkomin blanda fyrir góðan morgunmat. Rétturinn er borinn fram á pönnu og lítur dásamlega vel út. Þetta er alvöru morgunmatur fyrir þá sem elska egg. Uppskriftinni deildi Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari með fylgjendum sínum á Instagram síðu sinni á dögunum. Hún sá þessa uppskrift í Half Baked Harvest bók sem hún á  og rétturinn heillaði hana upp úr skónum.

Morgunverðarpanna

  • 4 egg
  • 1 ½ -2 dl rifinn cheddar ostur
  • Saltflögur eftir smekk
  • Chiliflögur eftir smekk
  • 1 avókadó
  • 1 msk. góð ólífuolía
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 vorlaukur, sneiddur
  • Fersk basilíka eftir smekk
  • Fersk steinselja eftir smekk
  • Óreganó eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, vorlauk, basilíku, steinselja, óreganó, saltflögum og chiliflögum í skál eða könnu.
  2. Skerið avókadó í bita og blandið saman við kryddblönduna.
  3. Dreifið cheddar ostinum á miðlungsheita pönnu.
  4. Bræðið hann í um 1 mínútu eða þar til osturinn er aðeins bræddur og smá olía kominn úr honum.
  5. Bætið eggjunum út í, brjótið þau eins og þið gerið þegar þið spælið egg og eldið í 3-4 mínútur eða þar til eggjahvítan er fullelduð en eggjarauðan er lin.
  6. Dreifið avókadó blöndunni yfir.
  7. Berið réttinn fram á pönnunni með góðu brauði og njótið.
mbl.is