Bankaráð svarar „aðdróttunum“ Bankasýslunnar

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Bankaráð svarar „aðdróttunum“ Bankasýslunnar

„Ýjað hefur verið að því að sú leið sem var valin við fjármögnun bankans á kaupum á TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar. Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðs.“

Bankaráð svarar „aðdróttunum“ Bankasýslunnar

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/sisi

„Ýjað hef­ur verið að því að sú leið sem var val­in við fjár­mögn­un bank­ans á kaup­um á TM hafi verið val­in til að kom­ast hjá því að leita samþykk­is hlut­hafa­fund­ar. Það er fjarri sanni og í því fel­ast aðdrótt­an­ir í garð bankaráðs.“

„Ýjað hef­ur verið að því að sú leið sem var val­in við fjár­mögn­un bank­ans á kaup­um á TM hafi verið val­in til að kom­ast hjá því að leita samþykk­is hlut­hafa­fund­ar. Það er fjarri sanni og í því fel­ast aðdrótt­an­ir í garð bankaráðs.“

Á þess­um orðum hefst yf­ir­lýs­ing sem bankaráð Lands­bank­ans hef­ur gefið út, þar sem vísað er til „ít­rekaðra um­mæla frá Banka­sýslu rík­is­ins um störf og ákv­arðanir bankaráðs Lands­bank­ans“.

Tryggvi Páls­son, formaður Banka­sýslu rík­is­ins, seg­ir í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag að þessi fjár­mögn­un­ar­leið bank­ans sé með „ólík­ind­um“.

Leiðin tal­in hag­stæðust

Tekið er fram í til­kynn­ingu bankaráðs að Lands­bank­inn greiði fyr­ir trygg­inga­fé­lagið með hand­bæru fé og sem mót­vægisaðgerð hygg­ist bank­inn gefa út víkj­andi skulda­bréf.

„Sú leið var val­in vegna þess að hún er til þess fall­in að viðhalda getu bank­ans til að greiða reglu­leg­ar arðgreiðslur til framtíðar, í sam­ræmi við mark­mið eig­anda­stefnu rík­is­ins.

Þessi leið var tal­in hag­stæðust fyr­ir bank­ann og eig­end­ur hans. Ekki var þörf á út­gáfu nýs hluta­fjár, enda verða eig­in­fjár­hlut­föll bank­ans vel yfir lög­bundn­um mörk­um og mark­miðum bank­ans.“

Minna á skulda­bréfa­út­gáfu

Þá seg­ir að hefði Lands­bank­inn ætlað sér að greiða fyr­ir TM með út­gáfu nýs hluta­fjár, hefði þurft samþykki hlut­hafa­fund­ar.

„Íslands­banki staðfesti á aðal­fundi sín­um að til­boð bank­ans í TM gerði ráð fyr­ir hluta­fjáraukn­ingu. Í fund­ar­gerð aðal­fund­ar Íslands­banka kem­ur fram að „til­boð bank­ans í TM trygg­ing­ar hf. hafi verið gert með þeim fyr­ir­vara að hlut­hafa­fund­ur Íslands­banka samþykki út­gáfu nýs hluta­fjár til greiðslu kaup­verðs“.

Lands­bank­inn taldi hag­stæðast að greiða með hand­bæru fé og gefa í kjöl­farið út víkj­andi skulda­bréf að fjár­hæð 13,5 millj­arðar króna sem greiðist upp eft­ir fimm ár, en ekki með því að auka hluta­fé. Þá má minna á að í mars 2024 gáf­um við út víkj­andi skulda­bréf að fjár­hæð 15 millj­arða króna sem eyk­ur um­fram eig­in­fjár­grunn um sömu fjár­hæð.“

Þá seg­ir, að eins og rakið sé í grein­ar­gerð bankaráðs Lands­bank­ans til Banka­sýslu rík­is­ins frá 22. mars sé eig­in­fjár­bind­ing Lands­bank­ans vegna kaup­anna á TM um 18,7 millj­arðar króna.

„Eig­in­fjárstaða bank­ans fyr­ir kaup­in er 23,6%. Áhrif kaup­anna eru lækk­un um 1,5 pró­sentu­stig og eft­ir kaup­in yrði eig­in­fjár­hlut­fallið 22,1%. Mót­vægisaðgerðir hækka hlut­fallið aft­ur í 23,1%. Eig­in­fjár­krafa á bank­ann er 20,7%. Viðmið bank­ans er að vera ávallt yfir lág­marks­kröfu. Staðan er því sú að eft­ir kaup TM og með eða án mót­vægisaðgerða yrði bank­inn alltaf vel yfir eig­in­fjár­kröf­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Kaup­in góð fyr­ir bank­ann

Einnig er bent á að í fyrr­nefndri grein­ar­gerð bankaráðs frá 22. mars þá hafi bankaráð átt, frá miðju ári 2023, frum­kvæði að því að upp­lýsa Banka­sýsl­una um áhuga bank­ans á að kaupa TM.

„Þann 20. des­em­ber 2023, sama dag og bank­inn gerði óskuld­bind­andi til­boð í fé­lagið, var Banka­sýsl­an upp­lýst í sím­tali um að bank­inn væri þátt­tak­andi í sölu­ferli TM. Banka­sýsl­an setti aldrei fram at­huga­semd­ir eða óskaði eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um eða gögn­um fyrr en eft­ir að til­boð bank­ans hafði verið samþykkt.

Bankaráð ít­rek­ar að það upp­fyllti upp­lýs­inga­skyldu sína gagn­vart Banka­sýsl­unni og að kaup­in á TM eru í sam­ræmi við eig­anda­stefnu rík­is­ins. Kaup­in voru ít­ar­lega und­ir­bú­in, þau eru góð fyr­ir bank­ann og í þeim fel­ast mörg tæki­færi.“

mbl.is