Einn mánuður er nú liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni og segir eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson að honum sýnist að gosið sé á þeirri leið að það sé smátt og smátt að lognast útaf. Hann hefur hins vegar áhyggjur af mikilli skjálftavirkni á landinu.
Einn mánuður er nú liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni og segir eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson að honum sýnist að gosið sé á þeirri leið að það sé smátt og smátt að lognast útaf. Hann hefur hins vegar áhyggjur af mikilli skjálftavirkni á landinu.
Einn mánuður er nú liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni og segir eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson að honum sýnist að gosið sé á þeirri leið að það sé smátt og smátt að lognast útaf. Hann hefur hins vegar áhyggjur af mikilli skjálftavirkni á landinu.
Eldgosið hófst að kvöldi 16. mars og er það fjórða frá því kvikusöfnun undir Svartsengi í lok október 2023 og er jafnframt næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021.
„Glóðin úr gígnum er orðin miklu minni heldur en hún var í gær og sé alveg fyrir mér að gosið geti endað eftir eina til tvær vikur,“ segir Þorvaldur við mbl.is.
Hann segir að ef gosið stöðvast en landris haldi áfram þá sé hætta á að sama mynstur taki sig aftur upp. Hann segir að landrisið hafi aukist en sé ekki á pari sem það var fyrir hin gosin.
„Þó svo að það sé jafnt og þétt landris þá er spurning hvort uppstreymið úr dýpra hólfinu sé stöðugt. Ástæðan fyrir því að það er að draga úr gosinu er vegna þess að það er verið að taka meira og meira inn í grynnra geymsluhólfið,“ segir Þorvaldur.
Þorvaldur segir að sá möguleiki sé einnig fyrir hendi að það sé líka að draga úr uppstreymi úr dýpra geymsluhólfinu sem væri ákjósanlegasti kosturinn. Hann segir óljóst hvor sviðsmyndin sé í gangi.
Þorvaldi þykir það líklegra að gosið fjari hægt og bítandi út og síðan taki við endurtekið efni.
„En það getur líka farið svo að eldarnir stöðvist í Sundhnúkareininni og þá geti komið pása sem vari í 10 til 20 ár.“
Þorvaldur segir áhyggjuefni mikil skjálftavirkni á landinu um þessar mundir og það sé víða spennulosun í gangi. Þar með geti farið að gjósa annars staðar og ekki bara á Reykjanesinu. Hann segir margar eldstöðvar komnar á tíma og nefnir í því samhengi Grímsvötn, Öskju og Kötlu.
„Þær geta alveg tekið við sér með tiltölulega stuttum fyrirvara. Það var til að mynda ekki langur aðdragandanum í gosinu í Kötlu 1918. Þá kom einhver skjálftavirkni nokkra klukkutíma fyrir gos.“