Milla Ósk og Pattra klæddust eins kjólum

Fatastíllinn | 17. apríl 2024

Milla Ósk og Pattra klæddust eins kjólum

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og borgarstjórafrú, og Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri Sjáðu, eru þekktar fyrir flottan fatastíl. Það kom því kannski ekki á óvart þegar þær klæddust eins kjólum á dögunum. 

Milla Ósk og Pattra klæddust eins kjólum

Fatastíllinn | 17. apríl 2024

Milla Ósk og Pattra í eins kjól.
Milla Ósk og Pattra í eins kjól. Samsett mynd/Ljósmynd/Hulda Margrét og Skjáskot/Instagram

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og borgarstjórafrú, og Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri Sjáðu, eru þekktar fyrir flottan fatastíl. Það kom því kannski ekki á óvart þegar þær klæddust eins kjólum á dögunum. 

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og borgarstjórafrú, og Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri Sjáðu, eru þekktar fyrir flottan fatastíl. Það kom því kannski ekki á óvart þegar þær klæddust eins kjólum á dögunum. 

Milla Ósk mætti á Edduna með eiginmanni sínum, Einari Þorsteinssyni borgarstjóra, á Edduna á laugardagskvöldið í bláum og hvítum kjól. Nokkrum dögum seinna birti Pattra myndir af sér á Instagram gera vel sig í eins kjól. Var Pattra að gera vel við sig með eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Theódóri Elmar Bjarnasyni. 

Kjóllinn er uppseldur

Kjóllinn sem er greinilega hinn fullkomni stefnumótakjóll fékkst í vefverslun Fou22 og er frá merkinu Esthé. Kjóllinn kostaði 28.900 krónur en er nú uppseldur. Kjóllinn þarf ekki að vera hreinsun, aðeins að þvo á lágum hita sem er gott fyrir uppteknar konur með ung börn. Mynstrið er eitt helsta einkennismerki kjólsins en það er einnig hægt að fá partítiopp og gellusundbol í sama mynstri. 

Fyrir utan mynstrið eru það rykkingarnar sem gera kjólinn flottan. Rykkingar hafa verið einstaklega vinsælar að undanförnu. Flíkur með rykkingum fara öllum líkamsgerðum vel og ýta undir kvenlegan vöxt. Ein þeirra sem hefur fallið fyrir rykkingum er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Á hún tvær eins skyrtur með rykkingum sem hún notaði í vikunni sem hún tók við sem matvælaráðherra. 

Kjóllinn er frá merkinu Esthé og sýnir axlirnar vel.
Kjóllinn er frá merkinu Esthé og sýnir axlirnar vel. Ljósmynd/Fou22
mbl.is