Segir óábyrgt að skipta út öllu bankaráðinu

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Segir óábyrgt að skipta út öllu bankaráðinu

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir óábyrgt af Bankasýslu ríkisins að skipta út öllu bankaráði Landsbankans í einu. „Það er mikil vinna og umfangsmikið starf sem þarf að komast inn í til að sinna störfum í bankaráðinu,“ segir Helga í samtali við mbl.is.

Segir óábyrgt að skipta út öllu bankaráðinu

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Helga Björk Eiríksdóttir.
Helga Björk Eiríksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður bankaráðs Lands­bank­ans, seg­ir óá­byrgt af Banka­sýslu rík­is­ins að skipta út öllu bankaráði Lands­bank­ans í einu. „Það er mik­il vinna og um­fangs­mikið starf sem þarf að kom­ast inn í til að sinna störf­um í bankaráðinu,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður bankaráðs Lands­bank­ans, seg­ir óá­byrgt af Banka­sýslu rík­is­ins að skipta út öllu bankaráði Lands­bank­ans í einu. „Það er mik­il vinna og um­fangs­mikið starf sem þarf að kom­ast inn í til að sinna störf­um í bankaráðinu,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

Þá gagn­rýn­ir hún um­mæli Banka­sýsl­unn­ar um störf og ákv­arðanir bankaráðs Lands­bank­ans og tel­ur þau ósann­gjörn í garð starfs­manna.

Um­mæli Banka­sýsl­unn­ar ósann­gjörn

Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur gagn­rýnt störf og ákv­arðanir bankaráðs Lands­bank­ans og gerði fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við kaup bank­ans á TM í skýrslu sinni sem birt­ist á föstu­dag.

Tryggvi Páls­son, formaður Banka­sýslu rík­is­ins, tjáði sig um málið í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag. Þar sagði hann trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórn­ar Banka­sýsl­unn­ar og bankaráðs Lands­bank­ans. Hann seg­ir það bíða nýs bankaráðs að vinna úr þeirri flækju sem upp er kom­in eft­ir að Lands­bank­inn keypti TM í trássi við vilja eig­anda bank­ans.

Helga seg­ir um­mæli Tryggva ósann­gjörn í garð starfs­fólks Lands­bank­ans þar sem áhættu­menn­ing­in er mjög góð í bank­an­um. 

„Það er mjög fag­leg og löng vinna og aðdrag­andi að þessu til­boði. Það er bara verið að vega illi­lega að öll­um sem vinna fyr­ir Lands­bank­ann,“ seg­ir Helga um um­mæl­in. 

Þá seg­ir hún Banka­sýsl­una hafa haft næg­an tíma til að óska eft­ir upp­lýs­ing­um og fund­um um þess viðskipti eða síðan 20. des­em­ber síðastliðinn. Hún bæt­ir við að Banka­sýsl­an hafi ekki óskað eft­ir fundi eða sam­töl­um um kaup­in fyrr en eft­ir að þau voru gerð.

Bankaráð Lands­bank­ans og Banka­sýsl­an hafa fundað tvisvar síðan þá. Á fund­in­um var rætt um kaup bank­ans á TM og stöðu mála en Helga vildi ekki fara nán­ar út í hvað var rætt.

Sam­skipt­in mátt vera betri

Spurð hvort málið kalli á annað skipu­lag seg­ir Helga al­veg skýrt að sam­skipti bankaráðs eigi að fara í gegn­um Banka­sýsl­una og Banka­sýsl­an eigi að vera í sam­skipt­um við ráðuneytið. Þannig sé bankaráð ekki í sam­skipt­um við ráðherra eða ráðuneytið. 

„Það er þessi arms­lengd sem ég held að all­ir ættu að virða bet­ur.“

Hún tel­ur þó að sam­skipt­in hefðu mátt vera betri milli aðila. 

Kveður bankaráð eft­ir 11 ára starf

Eins og áður hef­ur komið fram til­kynnti Banka­sýsl­an að nýir ein­stak­ling­ar yrðu til­nefnd­ir í bankaráð Lands­bank­ans á aðal­fundi hans nú á föstu­dag. Banka­sýsl­an til­nefn­ir í stjórn bankaráðs. Þá get­ur hver sem er boðið sig fram en sá fram­boðsfrest­ur er runn­in út. 

Helga Björk gaf ekki kost á sér í bankaráð en hún hef­ur setið í ráðinu frá ár­inu 2013 og verið formaður þess frá ár­inu 2016.

Spurð hvort sú ákvörðun hafi reynst henni erfið seg­ir Helga svo ekki vera. Hún hafi ákveðið fyr­ir nokkru að skilja við bankaráðið ásamt vara­for­manni ráðsins. Ákvörðunin hef­ur því ekk­ert að gera með kaup bank­ans á TM.

Geng­ur sátt frá borði

Helga ósk­ar nýju bankaráði Lands­bank­ans velfarnaðar í sín­um störf­um en hún mun hætta störf­um á föstu­dag þegar nýtt bankaráð verður skipað.

Spurð hvort hún gangi sátt frá borði seg­ist Helga vera afar sátt með störf sín fyr­ir Lands­bank­ann. Þá seg­ir hún ganga mjög vel hjá bank­an­um og bæt­ir við að hann hafi vaxið mikið und­an­far­in ár og rekst­ur­inn sé mjög traust­ur. Greidd­ur hafi verið 192 millj­arður í arð til hlut­hafa síðan 2013.

„Það geng­ur bara mjög vel hjá bank­an­um, þannig að ég get ekki annað en farið stolt frá borði þrátt fyr­ir að viðskipt­in með TM hafi valdið upp­námi.“

mbl.is