Skrítin menning í bankanum

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Skrítin menning í bankanum

Bankaráð Landsbankans ákvað að ráðast í útgáfu skuldabréfs til þess að fjármagna kaup bankans á TM.

Skrítin menning í bankanum

Landsbankinn kaupir TM | 17. apríl 2024

Tryggvi segir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórnar Bankasýslunnar og bankaráðs …
Tryggvi segir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórnar Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bankaráð Lands­bank­ans ákvað að ráðast í út­gáfu skulda­bréfs til þess að fjár­magna kaup bank­ans á TM.

Bankaráð Lands­bank­ans ákvað að ráðast í út­gáfu skulda­bréfs til þess að fjár­magna kaup bank­ans á TM.

Það var eina leiðin til að fjár­magna kaup­in án þess að bera þau und­ir eig­end­ur hans, m.a. rík­is­sjóð sem fer með 98,2% hlut í hon­um. Tryggvi Páls­son, formaður Banka­sýslu rík­is­ins, seg­ir þetta með „ólík­ind­um“.

Í ít­ar­legu viðtali í Dag­mál­um spyr hann sig hvort nýtt viðkvæði sé nú uppi: „Ég á þetta ekki, ég má þetta,“ með beinni vís­an í orðatil­tæki sem varð vin­sælt á ár­un­um fyr­ir hrun og útlagðist sem „ég á þetta, ég má þetta.“

Tryggvi seg­ir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórn­ar Banka­sýsl­unn­ar og bankaráðs Lands­bank­ans. Því verður skipt út í heild sinni í lok vik­unn­ar og nýtt tek­ur við. Tryggvi seg­ir það bíða nýs bankaráðs að vinna úr þeirri flækju sem upp er kom­in eft­ir að Lands­bank­inn keypti TM í trássi við vilja eig­anda bank­ans.

mbl.is